Mannréttindaţing Mannréttindaskrifstofu Íslands 2022

Mannréttindaţing Mannréttindaskrifstofu Íslands 2022
Panel umrćđur

Mannréttindaţing Mannréttindaskrifstofu Íslands 20. september 2022-Samantekt

Ţingiđ var haldiđ á Hótel Reykjavík Nordica og var vel sótt. Hér á eftir fylgir samantekt úr fyrirlestrum sem ţar voru haldnir og tillögur um úrbćtur og ábendingar.

 1. Anna Lára Steindal frá Landssamtökunum Ţroskahjálp fjallađi um ađgengi fatlađra barna ađ samfélaginu og hét erindi hennar Lykill ađ lífsgćđum, ţátttaka án ađgreiningar. Hjá Ţroskahjálp fer fram ungmennastarf og kom m.a. fram ađ fleiri tćkifćri vantar á efri skólastigum fyrir börn og ungmenni međ ţroskafrávik. Ţá bjóđast ţeim fá atvinnutćkifćri eftir ađ námi lýkur, ţađ er sárlega ţörf fyrir fleiri og fjölbreyttari atvinnutćkifćri. Einnig ţarf fleiri tćkifćri og betra ađgengi ađ frístundastarfi, öll ćttum viđ ađ eiga kost á ađ stunda ţađ tómstundastarf sem viđ höfum áhuga á. Jafnframt var fjallađ um ráđstefnu sem Ţroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands, Íţróttasamband fatlađra og Félags- og vinnumarkađsráđuneytiđ héldu í apríl síđast liđinn og hvernig veriđ er ađ nýta ţá vinnu sem fram fór á ráđstefnunni til ţess ađ móta tillögur ađ inngildandi skipulagi íţróttastarfs.  Međ fullgildingu samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks hafa íslensk stjórnvöld undirgengist ţá skyldu ađ tryggja fötluđu fólki jafnrétti á viđ ađra, í ţví felst ađ sjálfsögđu réttur til menntunar, ţátttöku í félags- menningar og listalífi og til ţess ađ ţroska hćfileika sína og fćrni. Samfélagiđ ţarf ađ takast á viđ áskoranir margbreytileikans og gera ráđ fyrir öllum. Nálgast má fyrirlesturinn hér.

  Sólný Pálsdóttir sagđi frá, í máli og myndum, hvernig samfélagiđ í Grindavík tekur ţví sem sjálfsögđum hlut ađ sonur hennar sem er međ Downs heilkenni taki ţátt í íţróttastarfi til jafns viđ önnur börn og allir leggja ţađ af mörkum sem ţarf til ţess ađ ţađ gangi upp.+
   
 2. Nćst tók Elín Hoe frá Öryrkjabandalagi Íslands til máls og hét erindi hennar “Ađgangur fatlađra barna ađ samfélaginu”. Minnti hún á Samning Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks sem kveđur m.a. á um ađ ađildarríki skuli tryggja fötluđum börnum rétt til ţess ađ láta skođanir sínar óhindrađ í ljós um öll mál sem ţau varđa, jafnframt ţví ađ sjónarmiđum ţeirra sé gefinn gaumur og ađ ţeim sé veitt ađstođ ţar sem eđlilegt tillit er tekiđ til fötlunar ţeirra og aldurs til ţess ađ sá réttur megi verđa ađ veruleika. Sagđi Elín frá ungmennaţingi sem haldiđ var í mars 2019 en markmiđ ţess var ađ hlusta á raddir barna og ungmenna međ fatlanir og systkyni fatlađra barna. Á ţinginu var fjallađ um ađgengi, heilbrigđismál, menntamál, íţróttir og tómstundir og félagslega ţátttöku. Hvađ ađgengi varđar kom m.a. fram ađ bornin og ungmennin teldu ferđaţjónustu fatlađra ekki nógu góđa, erfitt ađ treysta á hana og bílarnir kćmu ekki á réttum tíma. Slćmt ađgengi vćri ađ strćtó og skortur á ađstođ, upplýsingaskortur og skilningsleysi af hálfu bílstjóra. Ţjónusta ćtti ađ vera án endurgjalds. Ţá var enn fremur rćtt um slćmt ađgengi ađ tónleikum, kvikmyndahúsum og öđrum viđburđum.

  Almenn ánćgja var međ heilbrigđiskerfiđ en ţó var bent á ađ ađgengi ađ skólahjúkrunarfrćđingum vćri ábótavant, nokkuđ skorti á upplýsingagjöf um virkni lyfja og ađgengi ađ sálfrćđiţjónstu vćri takmarkađ. Upplifun af skólastarfi var afar ólík en mörg töluđu um langan skóladag og ţreytu ţess vegna en almenn ánćgja var međ aukna tćkninotkun í kennslu. Nemendur sem ţurfa mikla sérkennslu fá oft ekki ađ taka ţátt í félagslífi eđa öđrum athöfnum innan skólans. Aukinn mannskap vanti í skólana og kennarar taki oft ekki tillit til allra barna og mismunandi ţarfa ţeirra og getu. Mismunandi er milli skóla hvort ađbúnađur er góđur eđa ekki, t.d. vantar stundum rampa fyrir hjólastóla, oft vćri ađgengi ađ lyftum ábótavant, langar vegalengdir milli skólastofa o.fl. Börnin lögđu einnig til ađ táknmálskennsla fćri fram í almennum grunnskólum til ađ auka kynni viđ börn sem eiga erfitt međ tjáskipti og auka ţekkingu á ađstćđum ţeirra.

  Ţegar kom ađ íţrótta- og tómstundastarfi var bent á skort á ţjónustu í frístundum, stundum ţyrftu börn ađ leita út fyrir sveitarfélagiđ til ađ stunda íţróttir ţó ađstađa vćri til stađar ţar og ađ foreldrar ţeirra yrđu ađ sjá um ferđir milli stađa vegna íţróttaiđkunar. Tćkifćri til ađ stunda íţróttir eftir áhugasviđi virđast meiri á landsbyggđinni en á höfuđborgarsvćđinu. Erfiđara ađ stunda íţróttir eftir ţví sem bornin verđa eldri, ćfingar of margar og á óhentugum tímum. Ţau ćttu ađ geta stundađ íţróttirnar á eigin forsendum, eftir dagsformi og mćtingaskylda ćtti ađ vera sveigjanleg. Skortur á liđveislu getur einnig hamlađ ţátttöku í íţróttastarfi.

  Varđandi félagslega ţátttöku var m.a. á ţađ bent ađ börn međ raskanir vćru ađ miklu leyti útskúfuđ frá almennu félagsstarfi í skólanum og ađ í framhaldsskólum sé algengt ađ ţađ gleymist ađ láta nemendur á starfsbrautum vita um viđburđi á vegum nemendafélagsins. Skipuleggja ţarf ferđaţjónustu og liđveislu til ađ geta tekiđ ţátt í viđburđum og ţví ţátttöku sjálfhćtt ef upplýsingar berast sein tog illa. Árshátíđir og ađrir viđburđir eru oft haldnir á óađgengilegum stöđum. Skólaferđalög og vettvangsferđir eru oft skipulögđ án ţess ađ tillit sé tekiđ til allra nemenda og húsnćđi á áfangastađ óađgengilegt. Gott vćri ef til vćru leiđbeiningar um félagsleg samskipti og mikilvćgt ađ félagsmiđstöđvar vćru opnar fyrir alla og sömu möguleikar á tómstundastarfi óháđ fötlun. Of löng biđ vćri eftir liđveislu.

  Af hálfu systkynahópsins var bent á ađ mikill tími og orka fćri í umönnun fatlađa barnsins og ađ ţađ bitni á allri fjölskyldunni. Ţau sögđust líka ţurfa ađ segja eigin langanir og ţarfir til hliđar og oft ekki bjóđa vinum inn á heimiliđ vegna hegđunar og atferlis fatlađa systkynisins. Skortur vćri á úrrćđum utan heimilis fyrir systkyni en ađ börn sem búa í minna samfélagi njóti meiri skilnings.
  Nálgast má fyrirlesturinn hér.

  Vilhjálmur Hauksson, sem er 13 ára gamall sagđi frćđslu um fötlun verulega ábótavant, hún ćtti ađ vera sjálfsagđur hluti af frćđslu í skólakerfinu. Honum finnst einnig mjög mikilvćgt ađ frćđa fullorđiđ fólk og ađ einstaklingar sem ţekkja fötlun af eigin raun ćttu ađ sjá um frćđsluna. Vilhjálmur notar hjólastól og hann sagđi ađgengismál einnig vera ađkallandi. Ţegar fatlađ fólk kemst ekki inn í byggingar eđa svćđi sem er opiđ öđrum, getur ekki sótt viđburđi eđa ekki er gert ráđ fyrir fötluđu fólki til ţátttöku í ýmiss konar tómstundastarfi svo dćmi séu nefnd, ţá upplifi einstaklingurinn sig útilokađan, ađ enginn vilji hafa hann međ. Ţví sé afskaplega mikilvćgt ađ tryggja fötluđi fólki bćđi líkamlegt ađgengi alls stađar sem og ţátttöku í viđburđum og félags- og tómstundastarfi til jafns viđ ófatlađ fólk.

 3. Ţóra Jónsdóttir frá Barnaheillum fjallađi um ađgengi barna ađ réttarkerfinu, ţ.e. ađ börn eđa fulltrúar ţeirra geti fengiđ ađ kvarta eđa kćra til stjórnvalda og dómstóla vegna brota sem ţau telji sig hafa orđiđ fyrir og hvernig börnum verđir gert kleift ađ njóta mannréttinda sinna ţegar ţau tengjast málum sem koma fyrir lögreglu, stjórnsýslu eđa dómstóla. Benti Ţóra m.a. á leiđbeinandi reglur Evrópuráđsins um barnvćnt réttarkerfi en í ţeim felst ađ til ađ börn fái notiđ réttlátrar málsmeđferđar og allra sinna mannréttinda ţýđir ekki ađ komiđ sé fram viđ ţau á sama hátt og fullorđna.  Málsgögn og slíkt ţarf ađ ţýđa á barnvćnt tungumál og, eftir atvikum, á önnur tungumál og ađlaga kerfiđ ađ ţörfum fatlađra barna. Benti Ţóra einnig á nokkur mikilvćgustu ákvćđa Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna, ţ.e. um bann viđ mismunun, ađ ţađ sem barni er fyrir bestu skuli alltaf haft ađ leiđarljósi og ađ allar viđeigandi ráđstafanir skuli gera á sviđi löggjafar og stjórnsýslu, svo og á öđrum vettvangi, til ađ réttindi ţau sem viđurkennd eru í samningnum komi til framkvćmda og börn njóti verndar gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiđingum, misnotkun, vanrćkslu, skeytingarleysi, illri međferđ eđa notkun, ţar á međal kynferđisofbeldi.

  Ţóra benti einnig á rétt barna til ađ láta í ljós skođanir sínar í öllum málum er varđa ţau og ađ tekiđ sé réttmćtt tillit til skođana ţeirra í samrćmi viđ aldur ţeirra og ţroska. Ţá skal börnum og veitt tćkifćri til ađ tjá sig um eigin málefni viđ málsmeđferđ fyrir dómi eđa stjórnvaldi. Áréttađi Ţóra rétt barna til upplýsinga, á barnvćnu máli og á tungumáli eđa í ţví formi sem barniđ skilur.
  Nálgast má fyrirlesturinn hér.

 4. Tótla Sćmundsdóttir frá Samtökunum 78 fjallađi um stöđu hinsegin barna. Í máli hennar kom m.a. fram ađ Samtökin sinna frćđslu til starfsfólks skóla og nemenda og  ráđgjafarţjónustu fyrir börn, ađstandendur og fagađila. Samtökin reka einnig stuđningshópa fyrir börn og ađstandendur og félagsmiđstöđ fyrir börn og ungmenni í samstarfi viđ Reykjavíkurborg. Í netkönnun á líđan hingsegin ungmenna í skólaumhverfi, sem gerđ var 2017-2018 og samanstóđ af 181 nemanda, á aldrinum 13-20 ára, kom m.a. fram ađ ţriđjungur nemenda hafđi fundiđ fyrir óöryggi í skólanum síđasta áriđ vegna kynhneigđar sinnar og fimmtungur fann til óöryggis vegna kyntjáningar sinnar. Enn hefur hinseginleikinn ekki veriđ gerđur hluti af venjubundnu skólastarfi og enn er til fólk sem trúir ţví ađ börn eigi ekki ađ heyra um hinsegin fólk fyrr en ţau eru orđin hálffullorđin en af ţví leiđir ađ hinsegin börn upplifa sig alein í heiminum. En ekki er allt alslćmt, hin seinni ár hafa börn ţorađ ađ vera ţau sjálf miklu fyrr. Ţau hafa ekki veriđ í felum, stolt og sýnileg.

  Haustiđ 2021 fóru tilkynningar um ofbeldi ađ berast í auknum mćli, bćđi líkamlegt, andlegt og stafrćnt ofbeldi. Hinsegin börn óttast ađ fara í skóla, strćtó, niđur í bć og Kringluna svo dćmi séu nefnd. Ţađ er gelt á ţau, kallađ ađ ţeim ókvćđisorđum og ţeim sagt ađ drepa sig. Tilgangurinn er sá ađ afmanneskjuvćđa hinsegin börn og fólk. Viđ erum ađ upplifa raunverulegt hćttuástand. Ţrátt fyrir ađ ţetta sé raunveruleikinn ţá er ţađ líka raunveruleikinn ađ viđ eigum stórann styđjandi hóp í kennurum og nemendum. Ţađ er ţessu hávćri minnihluti sem fćr of mikiđ pláss og gerir ţađ ađ verkum ađ börnin upplifa sig ekki örugg. Viđ ţurfum ađ virkja meirihlutann međ okkur í liđ. Stuđningurinn ţarf ađ vera sýnilegri og hávćrari, sem einstaklingar verđum viđ ađ sammćlast um ađ segja alltaf eitthvađ ţegar viđ verđum vör viđ fordóma, og hafa augu og eyru opin. Samtökin 78 hafa gripiđ til ađgerđa gegn ţessu bakslagi og hvetja til ţátttöku alls samfélagsins. Starfsfólk skóla gegnir lykilhlutverki og jákvćtt námsefni gagnvart hinsegin fólki. Enn fremur upplýst og jákvćđ fjölmiđlaumfjöllun og almenn frćđsla um hinseginleikann.
  Nálgast má fyrirlesturinn hér.

 5. Natalia Pelypets frá Rauđa krossinum fjallađi um úkraínsk börn á flótta. Síđan stríđiđ hófst hafa tveir ţriđju úkraínskra barna ţurft ađ flýja heimili sín og meira en 3 milljónir ţeirra eru nú á flótta. Rúmlega 400 úkraínsk börn eru međal ţeirra sem óskađ hafa alţjóđlegrar verndar á Íslandi. Flóttinn hefur umfangsmikil og alvarleg áhrif á framtíđ barnanna. Ţau ţurfa ađ yfirgefa öryggi heimilisins, missa úr skóla og menntunarmöguleikar ţeirra í framtíđinni eru mögulega verulega skertir. Ţau sjá af tómstundum og missa félagsleg tengsl.  Ţá hefur flóttinn enn  alvarlegri afleiđingar, svo sem óöryggi, kvíđa og í mörgum tilvikum áfallastreituröskun. Mörg, ef ekki flest börn á flótta bera ţess andleg merki alla ćvi. Talađ er um týnda kynslóđ barna sem hafa ţurft ađ flýja stríđ og átök. Ţess utan steđja ađ ţeim ýmsar hćttur, börn á flótta eiga á hćttu ađ vera rćnt, beitt ofbeldi, seld í mansal og misnotuđ á ýmsan hátt. Ţví er afar mikilvćgt ađ tryggja öryggi ţeirra, veita ţeim stuđning og nauđsynlega ţjónustu og neyta allra úrrćđa til ađ ţau geti sem fyrst komist í skóla og lifađ eđlilegu lífi.
  Nálgast má fyrirlesturinn hér.

 6. Dr. María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Ríkislögreglustjóra fjallađi um stafrćnar birtingarmyndir kynferđisofbeldis gegn börnum. Fjallađi hún um umfang og eđli stafrćnna kynferđisbrota, en ţađ er ađ aukast. Brotin geta veriđ liđur í stćrri brotum, t.d. hótanir um birtingu mynda nema í skiptum fyrir kynlíf o.ţ.h. eđa hluti af stćrra heimilisofbeldismáli. Brotin verđa til međ mismunandi hćtti, t.d. međ innbroti eđa svikum og tilgangurinn getur veriđ ýmiss, svo sem illgirni, tjónsásetningur o.fl. Stelpur eru mun líklegri en strákar til ađ hafa fengiđ kynferđislegt komment á netinu, hafa fengiđ sendar nektarmyndir og veriđ beđnar um ađ senda nektarmyndir, oftast frá ókunnugum. Mikil aukning er í tilkynningum um kynferđisbrot gegn börnum, um kynferđislega áreitni og brot gegn kynferđislegri friđhelgi. Ungt fólk gerir minni greinarmun á online og offline sjálfi en fullorđnir og notkun stafrćnna miđla hjá Íslendingum er gríđarleg og rannsóknir sýna mikiđ klámáhorf íslenskra drengja og ađ unglingsstúlkur finna fyrir ţrýstingi til ađ deila af sér nektarmyndum. Stafrćnt ofbeldi getur átt sér stađ á allskonar vettvangi, ţađ ţarf ađ hugsa um hvernig tćknin er notuđ og taka ekki ţátt í ađ fremja brot.

  Eftir lagabreytingar sem gerđar voru 2021 og 2022 er samţykki kjarni alls sem kynlíf og kynferđisleg samskipti. Ef áframsenda á mynd ţá ţarf samţykki ţess sem er á myndinni, annars má ekki áframsenda. Ákvćđin endurspegla nú betur en áđur kynferđislega friđhelgi og réttindamiđađa nálgun og komiđ er til móts viđ ţćr áskoranir sem áhrif tćkniframfara í samskiptum hafa haft á vernd kynferđislegrar friđhelgi einstaklinga. Mikilvćgar breytingar hafa veriđ gerđar á ákvćđum um barnaníđ og umsáturseinelti.

  Til ađ fylgja lagasetningunni eftir ţarf aldursmiđađar forvarnir og frćđslu, útbćtur innan réttarvörslukerfisins og stuđning viđ ţolendur. Unniđ er ađ samhćfingu forvarna og frćđslu í samstarfi viđ 112 ţar sem ađgengi er ađ almennum upplýsingum varđandi kynferđisofbeldi. Úrbćtur innan réttarvörslukerfisins fela m.a. í sér endurmenntun lögreglu, endurskođun á verklagi og miđlun upplýsinga. Ţegar kemur ađ stuđningi og úrrćđum fyrir brotaţola ţarf ađ nýta fyrirliggjandi úrrćđi, hafa samstarf viđ einkageirann og  gera tćknilegar ráđstafanir til ţess ađ takmarka dreifingu efnis. Ţađ á alltaf ađ tilkynna brot, til 112, lögreglu eđa barnaverndaryfirvalda. Sem dćmi um afbrotavarnir má nefna frćđsluherferđ fyrir 8. bekk, frćđslupakka fyrir framhaldsskóla og upplýsingar á 112.is.
  Nálgast má fyrirlesturinn hér.

 Tillögur um úrbćtur og ábendingar:

 1.  Fleiri og fjölbreyttari atvinnutćkifćri fyrir fatlađ fólk, einkum fólk međ ţroskaskerđingu, eftir ađ námi lýkur,
 2. Betra úrval og betra ađgengi ađ frístundastarfi fyrir fötluđ börn. Ţau ćttu ađ eiga möguleika á tómstundastarfi óháđ fötlun.
 3. Vitundarvakning í samfélaginu, hćgt er ađ tryggja fötluđum börnum jafnan ađgang ađ íţróttum og tómstundum ef allir taka sig saman.
 4. Tryggja góđa ferđaţjónustu fyrir fötluđ börn og ungmenni.
 5. Bćta ađgengi almennt, t.d. ađ ađ tónleikum, kvikmyndahúsum og öđrum viđburđum.
 6. Betra ađgengi ađ skólahjúkrunarfrćđingum.
 7. Betra ađgengi ađ sálfrćđiţjónstu.
 8. Tryggja ađ allir nemendur geti tekiđ ţátt í félagslífi innan skólans.
 9.  Starfsfólk skóla taki tillit til allra barna og mismunandi ţarfa ţeirra og getu.
 10. Bćta ađbúnađ og ađgengi í skólum ef ţarf.
 11. Táknmálskennsla fari fram í almennum grunnskólum til ađ auka kynni viđ börn sem eiga erfitt međ tjáskipti og auka ţekkingu á ađstćđum ţeirra.
 12. Íţróttaiđkun fatlađra barna á eigin forsendum, eftir dagsformi og sveigjanleg mćtingaskylda.
 13. Leiđbeiningar um félagsleg samskipti.
 14. Félagsmiđstöđvar opnar og ađgengilegar fyrir alla.
 15. Stytta biđ eftir liđveislu.
 16. Hlúa ađ systkynum fatlađra barna, mćta ţörfum ţeirra á stuđningi.
 17. Frćđsla um fötlun í skólakerfinu.
 18. Frćđsla til fullorđinna af hendi fatlađra einstaklinga sem ţekkja fötlun af eigin raun.
 19. Barnvćnt réttarkerfi svo börn fái notiđ réttlátrar málsmeđferđar og allra sinna mannréttinda (t.d. hafa ţađ sem barni er fyrir bestu ađ leiđarljósi, barn fái ađ tjá sig, bann viđ mismunun).
 20. Málsgögn og slíkt ţarf ađ ţýđa á barnvćnt tungumál og, eftir atvikum, á önnur tungumál.
 21. Börn fái ađ láta í ljós skođanir sínar í öllum málum er varđa ţau og ađ tekiđ sé réttmćtt tillit til skođana ţeirra í samrćmi viđ aldur ţeirra og ţroska.
 22. Börn fái tćkifćri til ađ tjá sig um eigin málefni viđ málsmeđferđ fyrir dómi eđa stjórnvaldi.
 23. Frćđsluátak um málefni hinsegin barna, jafningjafrćđsla, jákvćtt námsefni og frćđsla í skólum, jákvćđ og frćđandi fjölmiđlaumfjöllun o.fl.
 24. Skjót og umfangsmikil ţjónusta (t.d. skóli, heilbrigđis- og sálfrćđiţjónusta, ađgangur ađ tómstundum).fyrir börn á flótta, vera vakandi fyrir ţeim hćttum sem ađ ţeim steđja.
 25. Aldursmiđađar forvarnir og frćđsla vegna kynferđisofbeldis.
 26. Endurmenntun lögreglu um kynferđisofbeldi, ţar á međal stafrćnt.
 27. Endurskođa verklag hjá lögreglu og öđrum sem ađ kynferđisofbeldismálum gegn börnum koma.
 28. Stuđningur og úrrćđi fyrir börn sem brotaţola kynferđisofbeldis.
 29. Tćknilegar ráđstafanir til ţess ađ takmarka dreifingu efnis sem dreift hefur veriđ á netinu.  Mćting var međ besta móti á Mannréttindaţingiđ.

  Anna Lára Steindal flytur erindiđ um lykilinn ađ lífsgćđum.


  Sólný Pálsdóttir flutti afar skemmtilegt og áhrifamikiđ erindi.


  Elín Hoe fjallađi um ađgang fatlađra barna ađ samfélaginu.


  Vilhjálmur Hauksson sagđi sína skođun á ađgengi fatlađra barna.


  Tótla Sćmundsdóttir fjallađi um stöđu hinsegin barna.


  Natalia Pelypets fjallađi um úkraínsk börn á flótta.


  Dr. María Rún er hér ađ fjalla um stafrćnar birtingarmyndir kynferđisofbeldis gegn börnum.

  Líflegar panelumrćđur áttu sér stađ eftir ađ framsegjendur höfđu lokiđ sínu máli.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16