Flýtilyklar
Fréttir
Fjölmenningargangan 2017 // Multicultural Parade 2017
15.05.2017
Fyrir hönd Reykjavíkurborgar viljum við bjóða ykkur að taka þátt í Fjölmenningargöngunni sem haldin verður þann 27. maí kl. 13:00. Æskilegt er þó að þátttakendur mæti á bilinu 12-12:30.
On behalf of The City of Reykjavík, we would like to invite you to participate in the Multicultural Parade that will take place on the 27th of May at 13:00. Participants are kindly asked to attend between 12 and 12:30.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021
09.05.2017
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021.
MRSÍ fagnar tillögunni og telur, verði hún samþykkt og henni framfylgt, að stjórnvöld stígi með henni mikilvægt skref í átt að því að uppfylla þær skyldur sem ríkinu eru lagðar á herðar með samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur fullgilt. Samkvæmt samningnum er mismunun gagnvart fötluðum bönnuð á öllum sviðum samfélagsins og í tillögunni kemur fram að leggja skuli áherslu á mannréttindi og bann við mismunun á grundvelli fötlunar. Að mati MRSÍ færi þó betur á því að setja lög um bann við mismunun á grundvelli fötlunar á öllum sviðum samfélagsins.
Lesa meira
Aðalfundur MRSÍ og kosning stjórnar
08.05.2017
Aðalfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands var haldinn fimmtudaginn sl., 4. maí. Þar var kosið m.a. til nýrrar stjórnar.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna
08.05.2017
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.
MRSÍ fagnar frumvarpinu því þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, s.s. aukin réttindi kvenna og samkynhneigðra, þá er margt óunnið og ýmsir samfélagshópar eiga enn undir högg að sækja án þess að geta sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. MRSÍ hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla aðrar tegundir jafnréttis en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við. Í þessu ljósi fagnar MRSÍ frumvarpsdrögunum í þeirri von að nú verði stigin lokaskref í innleiðingu mismununartilskipana Evrópusambandsins nr. 2000/43/EB og 2000/78/EB.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp á lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði
08.05.2017
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) borist til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.
MRSÍ fagnar frumvarpinu því að þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, s.s. aukin réttindi kvenna og samkynhneigðra, þá er margt óunnið og ýmsir samfélagshópar eiga enn undir högg að sækja án þess að geta sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til breytingu á lögum um málefni aldraðra (akstursþjónusta)
03.05.2017
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra. Með frumvarpinu er lagt til að lögfestar verði reglur um akstursþjónustu til handa öldruðum en mörg sveitarfélög hafa þó veitt þessa þjónustu þótt lög hafi ekki kveðið á um slíkt.
Lesa meira
Mannamunur í mannréttindum
02.05.2017
Mannamunur í mannréttindum
Opnun Réttindagáttar og málþing Geðhjálpar og Háskólans í Reykjavík um réttindi fólks með geðröskun
Háskólinn í Reykjavík, stofa V101, 4. maí 2017.
Allir velkomnir og ókeypis aðgangur
Fundarstjóri Þórdís Ingadóttir, dósent við HR.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningarréttur erlendra ríkisborgara)
25.04.2017
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna. Með frumvarpinu er lagt til að kosningarréttur útlendinga verði færður til svipaðs horfs og annars staðar á Norðurlöndunum.
Lesa meira