Mannréttindaskrifstofa skilar athugasemdum vegna skýrslu nefndar dómsmálaráðuneytis um hælisleitendur

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur um árabil lýst áhyggjum sínum af málefnum hælisleitenda á Íslandi, hvort tveggja aðbúnaði og málsmeðferð. Skrifstofan fagnar því Skýrslu nefndar um meðferð hælisumsókna sem er afar vel unnin og ítarleg. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur farið yfir tillögur nefndarinnar með hliðsjón af alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland á aðild að og tilmælum alþjóðlegra eftirlitsstofnana á sviði mannréttinda. Mannréttindaskrifstofan fagnar tillögunum og telur þær flestar til þess fallnar að bæta réttarstöðu hælisleitenda á Íslandi. Stjórnarskrá lýðveldisins kveður á um að rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér skuli skipað með lögum. Mannréttindaskrifstofan hefur löngum gert athugasemdir við það að lög um útlendinga veiti framkvæmdavaldinu óhóflegt svigrúm til mats sem samræmist ekki þessum áskilnaði stjórnarskrár en verði farið að tillögum nefndar um meðferð hælisumsókna er nokkur bót ráðin á þessu. Mannrétt-indaskrifstofan tekur undir þau sjónarmið að nauðsynlegt sé að bæta nýjum efnisákvæðum í útlendingalög og að lögfesta með skýrum hætti reglur sem mótast hafa í framkvæmd ásamt því að marka framkvæmd laganna skýrari málsmeðferð.

Skrifstofan tekur undir öll tilmæli nefndarinnar en telur þó að lengra megi ganga til að tryggja réttindi hælisleitenda og viðunandi aðbúnað í samræmi við stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttindareglur, Flóttamannasamninginn og tilskipanir EB.

Athugasemdirnar má nálgast á pdf-formi hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16