16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst 25. nóvember

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst á sunnudaginn 25.  nóvember og verđur stađiđ fyrir ýmsum viđburđum í tilefni ţess nćstu vikur. Ljósaganga UN Women er opnunarviđburđur átaksins, en gengiđ verđur frá Alţingisgarđinum ađ Bíó Paradís ţar sem bođiđ verđur upp á kakó og smákökur. Í kjölfariđ verđa haldin málţing, kvikmyndasýningar, bréfamaraţon og fleira. Í ár höfum viđ einnig bođiđ elstu bekkjum grunnskólanna og framhaldskólunum ađ taka ţátt í átakinu og fá frćđslu um kynbundiđ ofbeldi.

Átakiđ er alţjóđlegt og var fyrst haldiđ áriđ 1991. Markmiđ ţess er ađ knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Ísland hefur tekiđ ţátt í ţví síđastliđin níu ár og ekki er vanţörf á. Á síđasta ári, 2011, leitađi 671 kona  til Kvennaathvarfsins og 593 einstaklingar til Stígamóta. Kynbundiđ ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta ofbeldiđ á heimsvísu en yfir 70% kvenna verđa fyrir ţví einhvern tíma á lífsleiđinni, samkvćmt tölum Sameinuđu ţjóđanna.

Dagsetning átaksins, frá 25. nóvember, alţjóđlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, til 10. desember, hins alţjóđlega mannréttindadags, var valin til ađ tengja á táknrćnan hátt kynbundiđ ofbeldi og mannréttindi. Tímasetningin var einnig valin til ađ leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi. Í ár er ţema átaksins hér heima „heimilisfriđur - heimsfriđur“ ţví ađ ađeins ţegar friđur er á heimilum nćst friđur í heiminum.  Ţví er sjónum beint ađ heimilisofbeldi og ábyrgđ gerandans.

Skipuleggjendur hátíđarinnar á Íslandi eru Mannréttindaskrifstofa Íslands, UN Women, Jafnréttisstofa, Rauđi krossinn, Jafnréttishús, Stígamót, Kvennaathvarf, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Neyđarmóttaka fyrir ţolendur kynferđisofbeldis, Kynferđisbrotadeild lögreglunnar, Íslandsdeild Amnesty International og ýmsir ađrir sem koma ađ átakinu međ einum eđa öđrum hćtti.

Dagskrá átaksins og upplýsingar um viđburđi má sjá á slóđinni http://humanrights.is/servefir/16dagar og á https://www.facebook.com/16dagar.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16