Flýtilyklar
Fréttir
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis
22.03.2016
Telur skrifstofan það skref í rétta átt svo að samræmis sé gætt í allri lagasetningu, þau samræmist stjórnarskrá og alþjóðasamningum og að komið verði í veg fyrir að á frumvörpum séu lagatæknilegir ágallar. Eins og segir í greinargerð þá er það mikilvægt að tryggja gæði lagasetningar og byggja upp traust á löggjafarvaldinu og er stofnun lagaskrifstofu liður í því.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um stuðning Íslands við að koma á alþjóðlegu banni við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla
15.03.2016
MRSÍ styður þingsályktunartillöguna heilshugar og telur alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla nauðsynlegt. Slíkar vélar eru gagngert búnar til og beitt til að valda skaða og er því að mati MRSÍ engin ástæða fyrir því að Ísland styðji slíka framleiðslu.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum útlendinga (kærunefnd, fjölgun nefndarmanna)
11.03.2016
Skrifstofan fagnar frumvarpsbreytingum og styður eindregið tillögu um fjölgun nefndarmanna í kærunefnd útlendingamála og hvetur jafnframt til þess að nefndinni verði tryggt nægt fjármagn svo hún geti unnið sín störf á skilvirkan hátt. Þá telur skrifstofan frumvarpið fela í sér umtalsverða réttarbót fyrir innflytjendur og umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Lesa meira
Sameinuðu þjóðirnar vilja að Ísland fjölgi konum í Hæstarétti og lögreglu, og tryggi starf lögreglunnar og annarra aðila gegn kynferðisofbeldi
09.03.2016
Í fyrradag sendi nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum tilmæli til íslenskra stjórnvalda um hvað betur má fara í jafnréttismálum hér á landi, og lagði sérstaka áherslu á ofbeldi gegn konum og að fjölga konum í lögreglunni og Hæstarétti.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar)
07.03.2016
Í frumvarpinu er lagt til að skilyrðum fjárhagsaðstoðar verði breytt á þann veg að ráðherra gefi árlega út leiðbeiningar um framkvæmd fjárhagsaðstoðar auk viðmiðunarfjárhæða. Þar að auki að skilyrt verði að umsækjandi fjárhagsaðstoðar sé í virkri atvinnuleit.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana
07.03.2016
MRSÍ styður þingsályktunina og telur þær breytingar sem hún felur í sér tímabærar. Mikill tilkostnaður liggur í aðgerðum sem þessum sem óþarfi er að bæta ofan á það sálarlega erfiði sem afleiðingar ófrjósemi geta haft í för með sér.
Lesa meira
Vekjum athygli á viðburðinum Leyst úr Læðingi sem haldinn verður á Grand Hótel 1. mars nk.
22.02.2016
Lesa meira
Fangelsisvist: Betrun eða niðurrif? - Málþing um Betrunarmál
22.01.2016
Vekjum athygli á málþingi Samfylkingar og Pírata, um betrunarmál, föstudaginn 29. janúar, kl. 13-15 í Norræna húsinu.
Lesa meira
Vekjum athygli á viðburði Íslandsdeilar Amnesty International 27. jan. nk.
14.01.2016
Viljum vekja athygli á viðburði Íslandsdeildar Amnesty International, miðvikudaginn 27. janúar, en þá verður heimildamyndin Take the boat sýnd í Bíó Paradís ásamt því að pallborðsumræður fara fram sem Gaye Edwards og Sorcha Tunney frá Írlandi og Camille Hamet frá París leiða undir stjórn Margrétar Steinarsdóttir, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um almennar íbúðir
13.01.2016
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um almennar íbúðir. Með frumvarpinu er stuðlað að bættu húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi húsnæði í samræmi við greiðslugetu þeirra.
Lesa meira