Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefiđ út ritiđ Réttarstađa eldra fólks.

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefiđ út ritiđ Réttarstađa eldra fólks.
Réttarstađa eldra fólks

Um réttarstöđu eldra fólks

Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefiđ út ritiđ Réttarstađa eldra fólks. Ritiđ er ađeins
ađ finna á rafrćnu formi en framkvćmdastjórn skrifstofunnar ákvađ áriđ 2012 ađ gefa rit
skrifstofunnar framvegis út á netinu. Var ákvörđunin fyrst og fremst tekin á grundvelli
umhverfisverndarsjónarmiđa.
Í upphafi ritsins er fjallađ um ţróun löggjafar í málefnum eldra fólks, bćđi innlenda og
alţjóđlega. Ţá kemur kafli um réttaröryggi eldra fólks ţar sem fjallađ er m.a. um
stjórnskipulag málefna eldra fólks, mannréttindi eldra fólks og úrrćđi til ađ tryggja
réttaröryggi ţeirra.
Ritinu er svo skipt í kafla eftir einstökum réttindum, svo sem réttinum til
framfćrslu- og félagsţjónustu og réttinum til heilbrigđisţjónustu. Inntak réttarins er svo
skilgreint út frá ţeim innlendu og erlendu réttarheimildum sem viđ eiga ţar sem sérstök
áhersla er lögđ á ađ draga fram ţćr réttarheimildir sem lúta ađ eldra fólki.
Sú umrćđa hefur lengi fariđ fram innan Sameinuđu ţjóđanna ađ ţörf sé á sérstökum
mannréttindasamningi sem fjalli um réttindi eldra fólks en ţađ verđur oft fyrir mismunun á grundvelli aldurs.
Síđasta áratuginn hefur ţessi umrćđa magnast enn frekar og telja nú margir
ađ slíkur samningur muni verđa nćsti stóri samningur á vegum Sameinuđu ţjóđanna um
mannréttindi. Markmiđiđ međ gerđ slíks samnings er ađ koma heildarmynd á brotakennd
ákvćđi um réttindi eldra fólks og leggja einkum áherslu á ţau réttindi sem ţeim eru
sérstaklega mikilvćg. Slíkur samningur er einnig mikilvćgur til ađ tryggja ađ eldra fólk fái
réttindum sínum framfylgt. Í ljósi ţess ađ ţjóđir heimsins verđa sífellt eldri munu fleiri
einstaklingar eiga á hćttu í framtíđinni ađ verđa fyrir mismunun á grundvelli aldurs. Ţví
skiptir máli ađ stjórnvöld ađildarríkja bregđist sem fyrst viđ og standi ađ
mannréttindasamningi er taki til réttinda eldra fólks.
Á međal ţess sem bent hefur veriđ á ađ slíkur samningur myndi hafa í för međ sér er ađ
draga úr mismunun á grundvelli aldurs, vekja athygli á ţeirri mismunun sem eldra fólk
verđur oft fyrir og leggja ţćr skyldur á ađildarríki ađ setja sér lög um bann viđ mismunun.
Slíkur samningur myndi einnig stuđla ađ ţví ađ aldrađir einstaklingar lifđu lífi sínu af
virđingu (e. with dignity) og setja fram lagalega bindandi lágmarksviđmiđ um vernd eldra
fólks samkvćmt alţjóđalögum.
Ţá myndi sérstakur samningur um réttindi eldra fólks setja
fram ákveđinn ramma til leiđbeiningar ţegar kemur ađ stefnumótun ađildarríkja innan
málaflokksins og stuđla ađ betri ţróun á ţjónustu viđ eldra fólk og ţjálfun viđeigandi
fagađila og heilbrigđisstarfsfólks.
Ýmsir ađilar telja Covid-19 og ţađ ástand sem skapast hefur í heiminum vegna veirunnar
endurspegla enn frekar ţörfina fyrir sérstakan samning um réttindi eldra fólks.
Ástandiđ hafi sýnt fram á hve illa geti fariđ séu mannréttindi einstaklinga ekki tryggđ međ fullnćgjandi hćtti.
Ţannig hafi ástandiđ vegna Covid-19 komiđ sérstaklega illa niđur á öldruđum
einstaklingum ţar sem ekki hefur veriđ komiđ nćgilega til móts viđ ţarfir ţeirra og ţeim
mismunađ. Alţjóđlegur samningur um réttindi eldra fólks myndi stuđla ađ betri
stefnumótunum, setja sjónarmiđ um virđingu fyrir öllum einstaklingum í forgang og tryggja ađ eldra fólk geti lifađ lífi sínu međ sem bestum hćtti.
Ritiđ um réttarstöđu eldra fólks er ađ finna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16