TAKK - herferđ gegn fordómum

Takk – Auglýsingaherferđ Mannréttindaskrifstofu Íslands og Auga.

Markmiđ átaksins er ađ vinna gegn fordómum gegn innflytjendum á Íslandi og vekja fólk til umhugsunar um ţađ jákvćđa sem fjölmenning hefur í för međ sér fyrir íslenskt samfélag.

Herferđin felst í ađ ţakka innflytjendum opinberlega fyrir ađ auđga mannlíf og menningu landsins og ađ taka ţátt í ađ byggja hér upp fjölbreytt og öflugt samfélag.

Auglýsingaherferđin stóđ í tvćr vikur í sjónvarpi, blöđum og tímaritum, strćtóskýlum og á netinu.

Herferđin, sem var á vegum AUGA, var unnin í sjálfbođavinnu af auglýsingastofum innan Sambands íslenskra auglýsingastofa, SÍA. Árvakur, Fréttablađiđ, Afa JCDecaux, Ríkissjónvarpiđ, Stöđ 2, Skjár einn, Mbl.is og Vísir.is munu birta herferđina og Capacent vinnur rannsóknarvinnu tengda átakinu.AUGA auglýsingaafl til góđra verka

AUGA er góđgerđarsjóđur auglýsinga-iđnađarins sem er ćtlađ ađ gera samtökum sem sinna samfélagsstarfi kleift ađ ná betri árangri í starfi sínu međ ţví ađ beita afli auglýsinga í ţeirra ţágu.

Sjóđurinn hefur gert herferđir til ađ auka öryggi unglinga á netinu fyrir SAFT/Heimili. Herferđin Látum hvítu ljósin lifa áfram! sem hvatti fólk til ađ lýsa upp skammdegiđ međ hvítum ljósum var unnin  fyrir trúfélögin í landinu.

Ađilar ađ AUGA eru: SÍA, ÍMARK, SAU, ÁRVAKUR, BIRTINGUR, RÚV, 365, SKJÁR-INN, AFA JCDECAUX og CAPACENT.


Takk kínverska

TAkk arabíska

Takk - filipíska

Takk-litháíska

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16