Vel heppnuđ ljósaganga

25. nóvember sl. markađi upphaf 16 DAGA ÁTKAKS GEGN KYNBUNDNU OFBELDI, en sami dagur er jafnframt alţjóđadagur Sameinuđu ţjóđanna um afnám ofbeldis gegn konum. Af ţví tilefni var fariđ í Ljósagöngu frá Ţjóđmenningarhúsinu ađ Sólfarinu viđ Sćbraut.

Gengiđ var undir yfirskrift 16 daga átaksins ţetta áriđ, sem er: Leggđu ţitt af mörkum. Farđu fram á ađgerđir: Saman getum viđ bundiđ enda á ofbeldi gegn konum! Í farabroddi göngunnar voru kyndilberar sem láta sig málefniđ varđa, ţar á međal Jóhanna Sigurđardóttir, forsćtisráđherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráđherra, Ţorgerđur Katrín Gunnarsdóttir, varaformađur Sjálfstćđisflokksins, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuđborgarsvćđisins, Halldóra Geirharđsdóttir, leikkona, Jón Páll Eyjólfsson, leikskáld og Ţórdís Elva Ţorvaldsdóttir Bachmann, höfundur bókarinnar Ofbeldi á Íslandi á mannamáli.

Í lok göngunnar safnađist göngufólk viđ Sólfariđ og horfđi í átt ađ Viđey, en ađ sérstakri beiđni gönguskipuleggjenda hafđi veriđ slökkt á Friđarsúlu Yoko Ono frá byrjun göngunnar í ţeim tilgangi ađ vekja á táknrćnan hátt athygli á kynbundnu ofbeldi gegn konum. Eftir nokkurrar mínútna ţögn var síđan tendrađ á Friđarsúlunni, og ţar međ á táknrćnan hátt varpađ ljósi á vandann sem ađ okkur steđjar. Ţegar búiđ var ađ lýsa upp međ súlunni sungu Ţrjár raddir og Beatur snilldarlega raddađ lag um friđ á jörđ, göngufólki til mikillar ánćgju.

Magnea Marinósdóttir, varaformađur UNIFEM, ţakkađi hópnum fyrir ţátttökuna og kvaddi međ ţeim orđum ađ viđ myndum hittast aftur í Ljósagöngu ađ ári en bćtti svo viđ eftir smá hik ađ viđ myndum a.m.k. gera ţađ ef kynbundiđ ofbeldi gegn konum yrđi enn vandamál (!) Vakti ţađ okkur til umhugsunar um ţá miklu vinnu sem framundan er og einnig ađ allt er gerlegt ţegar allir leggja hönd á plóg.

Ljósagangan tókst međ eindćmum vel og áttu allir fallega stund saman. Veđur var ađ mestu stillt og gott, sem kom sér vel ţar sem göngufólk var međ kyndla og stjörnuljós, en í allt tóku um 120 konur og menn ţátt ţetta kvöld.

Kynbundiđ ofbeldi gegn konum og stúlkum er útbreiddasta ofbeldi á heimsvísu og ţví er mikilvćgt ađ allir leggist á eitt viđ ađ upprćta ţađ.Viđ viljum ţakka öllum ţeim sem mćttu fyrir stuđning ţeirra viđ ţetta mikilvćga málefni. 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16