Upptaka frá ráðstefnunni: Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi

Fimmtudaginn 25. maí á Hótel Natura Reykjavík og föstudaginn 26. maí í Háskóla Íslands var haldin ráðstefnan: Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi. Þar var gefið yfirlit yfir hina hröðu og þýðingarmiklu þróun í þeim málum með það að markmiði að efla stefnumótun og bæta þjónustuna við þolendur kynbundins ofbeldis. Ráðstefnan tókst einstaklega vel til en hana skipulögðu Sigurhæðir með stuðningi frá European Family Justice Center Alliance. Auk Sigurhæða stóðu Bjarkarhlíð, Dómsmálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Jafnréttisstofa, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, Námsbraut í kynjafræðum við Háskóla Íslands, Ríkislögreglustjóri og Soroptimistaklúbbur Suðurlands að ráðstefnunni.

Óhætt er að vona að ráðstefnan verði til þess að þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis og heimilisofbeldis fari fram á öllum stigum og muni auka þekkingu á ofbeldi, einkennum þess og afleiðingum. En ef að þú hefur ekki séð þér fært að mæta er hægt að nálgast upptökur af ráðstefnunni á vefsíðu Sigurhæða hér.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16