Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um heildarlög útlendinga

MRSÍ fagnar tillögunni og bendir á að löngu sé orðið tímabært að endurskoða lög um útlendinga nr. 96/2002 og lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002. Í slíkri endurskoðun þarf einnig að yfirfara alla framkvæmd í þessum málefnum til þess að hægt sé að ná fram breytingum og þeirri
hagræðingu sem stefna ætti að með lagabreytingunum, líkt og styttingu á málsmeðferðartíma. Ljóst er að aðeins með samstilltu átaki og frekarfjármagni til Útlendingastofnunarsem ber hitanog þungann af framkvæmd lagannanást fram raunverulegar breytingar í þessum málaflokki.

Umsögnina má finna á pdf-formi hér.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16