Umsögn MRSÍ um tillögu til ţingsályktunar um ađgengi einstaklinga sem ferđast til Íslands ađ ţungunarrofi

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til ţingsályktunar um ađgengi einstaklinga sem ferđast til Íslands ađ ţungunarrofi, ţskj. 257, 239. mál.

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) styđur ofangreinda tillögu til ţingsályktunar ţess efnis ađ  heilbrigđisráđherra verđi faliđ ađ tryggja ţađ ađ einstaklingar, sem ekki mega gangast undir ţungunarrof í sínu heimalandi vegna hindrana og ferđast hingađ til lands í ţví skyni ađ gangast undir ţungunarrof, fái viđeigandi heilbrigđisţjónustu. Jafnframt áskilur tillagan ađ ţetta verđi bundiđ ţví skilyrđi ađ viđkomandi megi ekki gangast undir ţungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrđi í lögum um ţungunarrof, nr. 43/2019. Ţá ţurfi viđkomandi ađ geta framvísađ evrópska sjúkratryggingakortinu.

Um allan heim eiga réttindi kvenna undir högg ađ sćkja, einnig í Evrópu. Í mörgum ríkja heims er réttur kvenna til ađ ráđa yfir eigin líkama ýmist fyrir borđ borinn eđa verulega skertur. Ţó stađan sé önnur á Íslandi er ljóst ađ réttindi kvenna um allan heim eru samofin, ađför ađ réttindum kvenna í einu landi hefur áhrif út á viđ og grefur undan réttindum kvenna alls stađar.

Ísland hefur um árabil veriđ metiđ ţađ land ţar sem stađa kvenna og jafnrétti kynjanna í heiminum er hvađ mest. Mega Íslendingar vera stoltir af ţeim árangri og má jafnvel líta á Ísland sem leiđandi ríki á sviđi kvenréttinda og kvenfrelsis. Verđi ofangreind tillaga til ţingsályktunar samţykkt hefur Ísland tekiđ mikilvćgt skref í ţá átt ađ bćta stöđu kvenna og hafa áhrif sem skila sér til alţjóđasamfélagins.

Umsögnina í heild má finna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16