Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um mannanöfn
Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um mannanöfn, þskj. 162., 161. mál.
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið enda ætti fólk almennt að fá að kalla sig því nafni sem það helst kýs. Með lögum nr. 80/2019, um kynrænt sjálfræði, var gerð mikilvæg breyting á lögum um mannanöfn, til þess fallin að auka réttindi transfólks og fólks með hlutlausa kynskráningu í þjóðskrá. Nú hefur verið stigið mikilvægt viðbótarskref í átt að auknu jafnrétti og mannréttindavernd mismunandi hópa samfélagsins. Í því sambandi eru innflytjendur einkum hafðir í huga.
Umsögnina má lesa í heild sinni hér.