Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Minnir skrifstofan á að samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), er mismunun gagnvart fötluðu fólki bönnuð á öllum sviðum samfélagsins. Ísland hefur fullgilt samninginn en uppfyllir ekki skilyrði hans, meðal annars að þessu leyti.
MRSÍ minnir einnig á að í ákvæði til bráðabirgða með lögum nr. 85/2018, um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna segir að ráðherra skuli innan árs frá gildistöku þeirra leggja fram á Alþingi frumvarp þar sem kveðið verði á um að lögunum verði breytt þannig að þau gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar, sbr. lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Lögin tóku gildi þann 1. september 2018 svo nú er næstum ár síðan leggja átti frumvarpið fram.
Umsögnina má lesa í heild sinni hér.