Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga međ síđari breytingum (aldursgreining)

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga međ síđari breytingum (aldursgreining), ţskj. 233, 230. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Tekur skrifstofan undir markmiđ frumvarpsins, ţ.e. ađ breyta framkvćmd aldursgreiningar á ţann veg ađ hún fari fram međ heildstćđu mati án líkamsrannsóknar ţegar grunur leikur á ađ umsćkjandi sem segist vera barn sé lögráđa og ekki er hćgt ađ stađfesta ţađ međ óyggjandi hćtti. Telja má ađ ţćr ađferđir sem beitt er hér á landi viđ greiningu á aldri umsćkjenda um alţjóđlega vernd uppfylli ekki skilyrđi 39. gr. reglugerđar um útlendinga en ţar segir ađ viđ greiningu á aldri skuli fara fram heildstćtt mat á ađstćđum einstaklings og frásögn hans af ćvi sinni en ađ auki megi beita líkamsrannsókn. Ljóst er ađ tanngreiningar eru ekki nákvćmar og hćtt viđ röngum aldursgreiningum. MRSÍ hefur enda vitneskju um tilvik ţar sem í ljós kom ađ barn sem ranglega var metiđ eldra en 18 ára reyndist yngra og ţar ađ auki skal á ţađ bent ađ margir ţessara einstaklinga hafa veriđ á flótta frá barnsaldri og ađstćđur ţeirra í litlu eđa engu betri ţó ţeir hafi náđ 18 ára aldri. Ţví ćtti fyrst og fremst ađ styđjast viđ heildstćtt mat á ađstćđum einstaklings og frásögn hans af ćvi sinni svo sem áđur segir. Evrópuráđiđ hefur gefiđ út skýrslu um aldursgreiningar ţar sem finna má gagnlegar leiđbeiningar um hvađ felist í heildstćđu mati.

MRSÍ bendir jafnframt á ađ ýmsar innlendar og alţjóđlegar stofnanir hafa gagnrýnt framkvćmd tanngreininga hérlendis. Má ţar nefna Rauđa kross Íslands, Evrópuráđiđ, Flóttamannastofnun Sameinuđu ţjóđanna (UNHCR), Barnahjálp Sameinuđu ţjóđanna (UNICEF). Tekur MRSÍ undir athugasemdir ţeirra og hvetur til lögleiđingar frumvarpsins.

Umsóknina í heild má finna hér.Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16