Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um međferđ einkamála (málskot í meiđyrđamálum)

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um međferđ einkamála (málskot í meiđyrđamálum), ţskj. 101, 100. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styđur skrifstofan frumvarpiđ heils hugar enda er í greinargerđ gerđ góđ grein fyrir hvers vegna ekki ţurfi ađ uppfylla skilyrđi 1.-4. mgr. 152. laga um međferđ einkamála um áfrýjunarfjárhćđ til ţess ađ tryggja ađ stefnandi og stefndi hafi í meiđyrđamálum jafnan rétt til ađ fá úrlausn endurskođađa af ćđra dómstigi. Ganga verđi úr skugga um ađ báđir ađilar hafi jafnan rétt til áfrýjunar án ţess ađ ţurfa ađ sćkja um áfrýjunarleyfi, ríkjandi ástand stuđli ekki ađ jöfnum ađgangi ađ áfrýjun til ćđra dómstigs. Međ breytingu ţessari verđi jafnrćđi ađila í slíkum málum tryggt fyrir dómstólum enda snerti slík mál ávallt mikilvćg réttindi einstaklinga.

Í greinargerđ međ frumvarpinu er og vísađ til meginreglu íslensks réttarfars um jafnrćđi málsađila, sem gerir ráđ fyrir ađ málsađilar njóti sömu ađstöđu viđ rekstur máls, án nokkurrar mismununar. Ţá er og m.a. vísađ til ţess ađ regla ţessi endurspeglist í ţeim mannréttindaákvćđum sem gilda um réttláta málsmeđferđ, s.s. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og hliđstćđu hennar í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeđferđ.

Loks er í frumvarpinu vísađ til ţess ađ sú stađreynd ađ auđveldara er ađ áfrýja úrlausnum dómstóla í meiđyrđamálum ţegar sýknađ er fyrir ćrumeiđingar, frekar en ţegar sakfellt er, leiđi til ójafnvćgis og geti bjagađ niđurstöđu dómstóla. Ţađ ađ einungis annar ađili hafi möguleika á áfrýjun, eftir ţví hver niđurstađan sé, búi til skekkju í dómaframkvćmd sem geti haft neikvćđ áhrif á tjáningarfrelsiđ. Afar mikilvćgt sé ađ bregđast viđ ţeirri stöđu og lagfćra ţennan ágalla á réttarfarslögum.

MRSÍ tekur undir tilvitnuđ orđ og hvetur til lögleiđingar frumvarpsins.

Umsögnina í heild má finna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16