Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs)

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof (lenging fæðingarorlofs), þskj. 154, 154. mál.

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) styður frumvarpið og hvetur til lögleiðingar þess. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að ætíð skuli hafa það að leiðarljósi sem barninu er fyrir bestu og að tryggja skuli barni þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst (3. gr.).  Barn á jafnframt rétt á að njóta umönnunar beggja foreldra og fyrstu mánuðurnir í lífi barns skipta sköpum hvað varðar tilfinningalegan og félagslegan þroska þess og tengslamyndun. Lengra fæðingarorlof er því tvímælalaust af hinu góða og spor í þá átt að tryggja velferð barna og það sem er þeim fyrir bestu.

Umsögnina í heild má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16