Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (skerđing á lífeyri vegna búsetu)

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (skerđing á lífeyri vegna búsetu), ţskj. 28, 28. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styđur skrifstofan frumvarpiđ hvađ varđar ađ tryggja sama rétt til framfćrslu og til ţeirra sem búiđ hafa í landinu í 40 ár á aldrinum 16-67 ára, enda til ţess falliđ ađ jafna ţann ójöfnuđ sem hingađ til hefur viđgengist. MRSÍ fćr ţó ekki skiliđ hvers vegna ađeins íslenskir ríkisborgarar skuli njóta ţessa réttar. Til er í dćminu ađ hingađ hafi flutt fólk og unniđ hér um langt skeiđ, jafnvel áratugum saman án ţess ađ sćkja um íslenskan ríkisborgararétt. Eiga ţessir einstaklingar ţá ekki ađ njóta fullra lífeyrisgreiđslna á međan ađrir sem búiđ hafa og unniđ í landinu um jafnvel skemmri tíma en hafa fengiđ íslenskan ríkisborgararétt njóta ţeirra? Ţó stađa beggja hópa sé sambćrileg á allan hátt nema hvađ varđar íslenskan ríkisborgararétt?

MRSÍ telur slíka mismunun vart geta samrćmst almennu banni 65. gr. Stjórnarskrárinnar, enda tilgreinir ákvćđiđ stöđu ađ öđru leyti. Ţó lög nr. 85/2018, um jafna stöđu óháđ kynţćtti og ţjóđernisuppruna taki ekki til mismununar á grundvelli ríkisfangs eđa ríkisfangsleysis, ţá eru skýringar ţess fyrst og fremst ţćr ađ í mismununartilskipunum ESB sem löggjöfin byggir á er ríkisfang undanskiliđ. Sá undanskilnađur á rćtur í ţví ađ í samningunum um Efnahagssamband Evrópu og síđar amningnum um Evrópusambandiđ, er mismunun á grundvelli ríkisfangs bönnuđ.

Viđ mat á ţví hvort mismunun hafi átt sér stađ eđa ekki er nauđsynlegt ađ bera saman einstaklinga viđ sambćrilegar ađstćđur. Ef ađstćđur eru sambćrilega eiga einstaklingar ávallt ađ hljóta sambćrilega međferđ, á sama hátt og einstaklingar sem eru ekki í sambćrilegum ađstćđum skulu hljóta mismunandi međferđ, nema unnt sé ađ réttlćta sambćrilega međferđ á málefnalegan hátt međ lögmćtu markmiđi . Mismunandi međferđ á grundvelli ríkisfangs kann ţví ađ vera réttlćtanleg á grundvelli lögmćtra markmiđa og ef ađferđirnar til ađ ná ţeim markmiđum eru viđeigandi og nauđsynlegar.  Í ţeim tilvikum sem undir ţetta frumvarp falla er vandséđ hvađa lögmćt markmiđ eigi viđ um ţađ ađ skilja milli einstaklinga međ íslenskt ríkisfang og erlent ríkisfang ef stađa ţeirra er sambćrileg ađ öđru leyti.

Umsögnina í heild má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16