Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögum almannatryggingar. Með frumvarpinu er lagt til að greiðslur til ellilífeyrisþega verði ekki skertar vegna atvinnutekna.

MRSÍ telur breytinga þörf frá því sem nú er. Þó gengið sé út frá því að hver og einn skuli sjá sér farborða og stuðningur ríkisins komi ekki til nema viðkomandi sé ófær um það, þá verður og að taka tillit til þess að engin hvatning er til staðar fyrir þá sem enn vilja vinna og hafa getu til, ef greiðslur frá almannatryggingum skerðast við nánast allar þær atvinnutekjur sem til koma svo sem nú er. Óumdeilt er, líkt og greinargerð með frumvarpinu bendir á, að áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri er náð eykur möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi. Því telur MRSÍ að hið minnsta beri að hækka frítekjumörk verulega.

Gerir skrifstofan ekki aðrar athugasemdir við hið framlagða frumvarp.

Umsögnina má finna í heild sinni á pdf formi hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16