Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (réttur til umönnunar)
Mannréttindaskrifstofa Íslands styður framangreint frumvarp og tekur undir það er í greinargerð með frumvarpinu segir að með því að mæla fyrir um þennan sjálfstæða rétt barnsins til umönnunar sé gert ráð fyrir að búið verði svo um hnútana á vinnumarkaði að rétturinn verði virtur þannig að hverju og einu barni verði tryggður þessi réttur. Þannig verði ekki lengur litið á þennan rétt sem rétt foreldris eða þess sem fer með forsjána heldur barnsins sjálfs.
Framangreint samræmist mun betur sjónarmiðum samnings Sameinuðu þjóðanna (Sþ) um réttindi barnsins og samningi Sþ um réttindi fatlaðs fólks, en báðir hafa það sem meginstef að ætíð skuli hafa það að leiðarljósi sem barni er fyrir bestu. Vert að er að minna á að Barnaréttarnefnd Sþ hefur sent frá sér viðmið um til hvers beri að líta þegar fram fer mat á því sem barni er fyrir bestu.
Umsögnina í heild má lesa hér.