Skýrsla vegna úttektar Evrópuráđsins á forvörnum og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi á Íslandi

Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót hafa í sameiningu skilađ viđbótarskýrslu viđ skýrslu stjórnvalda um framkvćmd Istanbúlssamningsins, samning Evrópuráđsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi.

Istanbúlsamningurinn var samţykktur á vettvangi Evrópuráđsins 11. maí 2011 og undirritađur af íslenskum stjórnvöldum sama dag. Samningurinn var loks fullgiltur ţann 26. apríl 2018. Á grundvelli samningsins skila stjórnvöld inn skýrslum um framkvćmd Istanbúlsamningsins hér á Íslandi og var ţeirri skýrslu skilađ inn í september á ţessu ári (lesiđ skýrslu stjórnvalda hér).

GREVIO nefnd Evrópuráđsins (Group of Experts on Action against Violence against Women and Domestic Violence) hefur ţađ hlutverk ađ meta framkvćmd stjórnvalda á forvörnum og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi á Íslandi. Til ađ ađstođa viđ ţá vinnu hafa Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót sent til GREVIO viđbót viđ skýrslu stjórnvalda.

Lesiđ viđbótarskýrslu, Mannréttindaskrifstofu, Kvenréttindafélagsins, Kvennaathvarfsins og Stígamóta hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16