Skuggaskýrsla vegna framkvæmda Íslands á Kvennasáttmálanum

Skuggaskýrsla vegna framkvæmda Íslands á Kvennasáttmálanum
Forsíða Skuggaskýrslu

English below.

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) og Kvenréttindafélag Íslands hafa skilað inn skuggaskýrslu á Kvennasáttmálanum til nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem nú undirbýr fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins verða yfirheyrðir um framkvæmd sáttmálans.

Ísland undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, eða Kvennasáttmálann eins og hann er betur þekktur (e. CEDAW: Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women) á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn 1980, en hann var fullgiltur af Alþingi 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Í dag eru 189 ríki aðilar að sáttmálanum. Hægt er að lesa Kvennasáttmálann og fræðast meira um hann hér.

Kvennasáttmálinn inniheldur 30 ákvæði og inngangsorð, sem eru grunnreglur um jafnrétti og áætlanir ríkja til að koma í veg fyrir mismunun gegn konum. Reglulega eru aðildaríki að sáttmálanum kölluð á fund Sameinuðu þjóðanna til að athuga hvort að aðgerðir þeirra, áætlanir eða lagasetningar samræmist Kvennasáttmálanum. Fyrir þessa athugun skila ríki inn formlegri skýrslu um uppfyllingu á ákvæðum sáttmálans. Hægt er að lesa nýjustu skýrslu íslenska ríkisins á vefsíðu Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndar Sameinuðu þjóðanna um Kvennasáttmálann í Genf, 17. febrúar 2016. Fyrir þennan fund voru frjáls félagasamtök beðin um að skila inn svokallaðri „skuggaskýrslu“, þar sem bent er á brotalamir í lagasetningum og áætlunum ríkisins, hvað betur má fara í starfi ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart komum.

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni. 

New Shadow Report on Iceland’s Implementation of CEDAW

The Icelandic Human Rights Centre and the Icelandic Women’s Rights Association  have submitted a shadow report to the UN CEDAW Committee, on Iceland’s implementation of the Convention.

Iceland ratified CEDAW, the Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination Against Women, in 1985. On 17 February 2016, Iceland will be formally reviewed as to its implementation of the Convention, on Icelandic legislation and action plans to achieve gender equality. You can read the official report prepared by the Icelandic state for this review, on the website of the Office Of The High Commissioner For Human Rights.

Iceland has gone further than most other countries to achieve gender equality and eliminate discrimination against women, but we have a long way to go to achieve full equality. In preparation for Iceland’s CEDAW review, we wrote a shadow report describing several areas of concern in Icelandic legislation and society, and submitted it to the UN CEDAW Committee. You can read this shadow report here.

Click here to read the shadow report. 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16