Skráning á námskeiðið Mansal á Íslandi 21. september

Skráning á námskeiðið Mansal á Íslandi 21. september
Námskeið um mansal á Íslandi

Helstu sérfræðingar landsins í mansalsmálum fara yfir hina formlegu umgjörð mansalsmála hér á landi. Hvað er mansal, hvernig getur það birst hér á landi og hvaða mál hafa komið upp síðustu ár og áratugi. Ein þeirra sérfræðinga er Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastýra skrifstofunar en hún mun fjalla um alþjóðlegarskuldbindingar Íslands og lagaramman á Íslandi.

Farið verður yfir viðbrögð stjórnvalda og félagsamtaka við mansalsmálum, hvað ber að forðast og hvernig er nauðsynlegt að bregðast við.

Námskeiðið verður haldið 21. september kl. 09:00 - 14:00 í Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Námskeiðið kostar 9.900 kr. og er skráning á vef Félagsmálaskóla Alþýðu hér.

 

Dagskrá - Mansal á Íslandi - 21. september 2023

9:00

Kynning á dagskrá og deginum

9:30

Drífa Snædal talskona Stígamóta: Skilgreiningar á mansali, mansal í heiminum og hér á landi, ólíkar birtingamyndir mansals.

10:00

Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands: Alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í mansalsmálum og lagaramminn hér heima.

10:30

Alda Hrönn Jóhannsdóttir: Yfirferð yfir mansalsmál á Íslandi síðustu árin, rannsókn þeirra fjöldi og árangur í saksókn

11:30

Umræður og fyrirspurnir

12:00

Hádegishlé

12:30

Saga Kjartansdóttir: Mansal á vinnumarkaði, starfsmannaleigur og keðjuábyrgð, ábyrgð stéttarfélaga og birtingamyndir einstakra mála.

13:00

Jenný Kristín Valberg: Hlutverk Bjarkarhlíðar og mansalsteymisins á Íslandi og árangur síðustu ár.

13:30

Umræður og fyrirspurnir

14:00

Lok námskeiðs


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16