SIÐMENNT Félag siðrænna húmanista á Íslandi skorar á Alþingi að tryggja rekstur Mannréttindaskrifstofunnar

SIÐMENNT Félag siðrænna húmanista á Íslandi

 1. desember 2005     

  STYÐJUM MANNRÉTTINDASKRIFSTOFU ÍSLANDS

 Stjórn Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur alþingismenn, við afgreiðslu fjárlaga, að tryggja fjármagn til rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands. Því miður ákvað meirihluti Alþingis fyrir um ári síðan að skerða fé til reksturins þrátt fyrir áhyggjur og ábendingar frá mörgum mannréttindasamtökum og stofnunum hér heima og erlendis.

 Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur verið óháður umsagnaraðili og álitsgjafi ýmissa álitamála er snerta mannréttindi og hefur starf hennar verið óháð samtökum og stofnunum. Það hefur verið eitt af grundvallaratriðum í stefnu siðrænna húmanista um heim allan að hafa í heiðri mannréttindi eins og kveðið er á um í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindasáttmála Evrópu. Á Íslandi hefur Mannréttindaskrifstofan verið sá aðili sem verið hefur þar fremstur í flokki. Siðmennt hvetur því Alþingismenn til þess að tryggja fé til rekstursins.

 Stjórn Siðmenntar

 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16