Samvinna, samhljómur samtakamáttur.

Samvinna, samhljómur samtakamáttur.
Inga Dóra Pétursdóttir

Í dag er alţjóđlegur baráttudagur Sameinuđu ţjóđanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í ţetta sinn  viljum viđ hjá landsnefnd UN Women bjóđa ykkur ađ koma og taka ţátt í verki Ragnheiđar Hörpu, Skínöldu, ţar sem viđ munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda međ henni jákvćđa strauma út í heim.  Til ađ magna upplifun okkar og kraft munu kórar bćta hljómi viđ ferđalag ljóssins. Verkiđ verđur myndađ úr lofti og mun ţannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og ađ honum loknum verđur bođiđ upp á kakó og góđa samveru.

Verkefni UN Women Öruggar borgir nćr til 17 borga og ţeirra á međal er Reykjavík. Markmiđ verkefnisins er ađ skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta viđ ofbeldi í almenningsrýmum og er ţađ unniđ í samstarfi viđ borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stađ. Leitast er eftir ađ auka öryggi, koma í veg fyrir og/eđa draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta ţannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem ţegar hafa náđ miklum árangri međ verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí.

Viđ getum ekki litiđ fram hjá ţví ađ kynbundiđ ofbeldi er hnattrćnt vandamál. Konur í vestrćnum löndum jafnt sem í löndum fjćr okkur hafa flestar upplifađ kynferđislega áreitni og ţekkja óttann viđ ađ verđa fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svćđisbundnar.

Í könnun sem UN Women stóđ fyrir kom í ljós ađ 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orđiđ fyrir kynferđislegri áreitni. Ţađ er mikiđ áhyggjuefni ađ í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí ađ konur bćru sjálfar ábyrgđ á ofbeldinu ef ţćr vćru einar á ferđ í myrkri eđa vćru í tilteknum klćđnađi. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafiđ borgaryfirvöld um ađ hafa sérstaka kvennastrćtóa gangandi á álagstímum til ađ forđast áreiti karlmanna í trođnum vögnum. Einnig er átak í báđum borgum til ađ lýsa upp strćtisvagnastöđvar, almenningsklósett og gönguleiđir sem og ađ breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur veriđ búiđ til sérstakt snjallsímaforrit til ađ veita ţolendum ofbeldis í fátćkrahverfum upplýsingar um hvar nćsta lögreglustöđ, neyđarmóttaka og kvennaathvarf eru. Ţetta eru dćmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. 

Hugarfarsbreyting er ţó mikilvćgasta markmiđiđ í baráttu okkar fyrir samfélagi ţar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir ţátttakendur. Viđ hjá UN Women skorum á ţig ađ sýna málstađnum samstöđu í kvöld og verđa hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stađ frá Klambratúni kl 17.15!

Sjáumst í kvöld!

Höfundur Inga Dóra Pétursdóttir, framkvćmdastýra UN Women á Íslandi


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16