Ráðstefna um mansal 20.-21. september s.l.

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu sat í panel á lokaráðstefnu verkefnisins: "Stop trafficking and stand for Health" sem styrkt var af Ráðherraráði Norðurlandaráðs og haldið utan um af Norræna Lýðheilsuskólanum og MARTA center í Riga. Sat hún einnig í stýrihópi verkefnisins sem lýtur að heilsufarslegum áhrifum mansals á fórnarlömb þess og aðgengi fórnarlamba að heilbrigðisþjónustu.

Á heimasíðu MARTA má sjá upplýsingar um ráðstefnuna, og á heimasíðu Nordic School of Public Health er að finna fyrirlestra og einnig myndband frá ráðstefnunni.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16