Flýtilyklar
Ráðstefna um klám 16. október næstkomandi
Innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti, í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands, efna til ráðstefnu um klám þriðjudaginn 16. október næstkomandi. Á ráðstefnunni verður fjallað um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og því velt upp hvert hlutverk löggjafans og stjórnvalda er í þeim efnum. Ráðstefnan verður haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, og hefst hún klukkan 13:00. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.