Pistill um mannréttindi í 39. tbl. Vikunnar

Pistill um mannréttindi í 39. tbl. Vikunnar
Mannleg reisn

Pistill um mannréttindi í 39. tbl. Vikunnar.

Framkvćmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands skrifađi pistil til umhugsunar um mannréttindi í 39. tölublađ Vikunnar:

Í kjölfar hörmunga seinni heimsstyrjaldarinnar áttađi heimsbyggđin sig á ađ eitthvađ ţyrfti ađ gera til ađ tryggja mannréttindi fólks um allan heim. Í raun má segja ađ heimsbyggđin hafi veriđ í hálfgerđu áfalli yfir ţeim mannréttindabrotum sem uppvís urđu, sérstaklega ţar sem allt sem átti sér stađ var löglegt. Menn áttuđu sig ţá á ađ ţađ dygđi ekki ađ fullu ađ leyfa hverju ríki um sig ađ ráđa algerlega lagasetningu sinni, ţađ yrđi ađ vera einhver rammi sem ekki mćtti fara út fyrir.

“Ţađ ber ađ viđurkenna ađ hver mađur sé jafnborinn til virđingar og réttinda, er eigi verđi af honum tekin, og er ţetta undirstađa frelsis, réttlćtis og friđar í heiminum.”

Međ ţessum orđum hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna sem samţykkt var hinn 10. desember 1948. Međ henni var lagđur grundvöllur ađ uppbyggingu hins alţjóđlega mannréttindakerfis og hún hefur međ árunum orđiđ viđurkennt leiđarljós ţeirra sem vinna ađ eflingu og virđingu mannréttinda og ţeirra sem mannréttindi eru brotin á um heim allan. Mannréttindayfirlýsingin er ítarleg og má segja tćmandi talning á ţeim mannréttindum sem heimsbyggđin hefur komiđ sér saman um ađ séu mikilvćgust. Ţessa yfirlýsingu ţurfa sem flestir ađ kunna og gera ađ sínu leiđarljósi.

En hvađ eru mannréttindi? Mannleg reisn liggur mannréttindahugtakinu til grundvallar. Yfirleitt eru mannréttindi skilgreind á ţann hátt ađ ţau séu réttindi sem einstaklingar hafa á ţeim grundvelli einum ađ ţeir eru menn. Mannréttindi eru ólík öđrum réttindum á margan hátt, ţau eru međfćdd réttindi, ţ.e. ţau er ekki hćgt ađ kaupa eđa veita einstaklingum. Mannréttindi eru óafsalanleg, ţađ er ekki hćgt ađ missa ţau ţví ţau eru tengd sjálfri tilveru mannsins. Mannréttindi eru háđ innbyrđis og samtvinnuđ. Ţau eru algild sem ţýđir ađ ţau eiga viđ um allt fólk hvar sem í heiminum og ţau renna aldrei út. Allir eiga rétt á ađ njóta mannréttinda án tillits til kynţáttar, litarháttar, kynferđis, tungu, trúar, kynvitundar, kynhneigđar, kyngervis, kyneinkenna, fötlunar, aldurs, stjórnmálaskođana og annarra skođana, ţjóđernis- eđa félagslegs uppruna, ćtternis eđa annarra atriđa.

Ţrátt fyrir ađ mannréttindi séu algild og óafsalanleg er ţó undir vissum kringumstćđum hćgt ađ víkja frá sumum ţeirra eđa takmarka ţau. Til dćmis, ef ţú fremur glćp ţá er hćgt ađ frelsissvipta ţig. Einnig er hćgt ađ takmarka tjáningarfrelsi ţitt ţegar friđhelgi einkalífs annarrar manneskju er í húfi. En ţađ er einungis í undantekningartilvikum og ađ ströngum skilyrđum uppfylltum ađ ţađ er hćgt ađ víkja frá mannréttindum.

Hugmyndin um grundvallarmannréttindi á upptök sín í ţeirri ţörf samfélagsins ađ vernda menn fyrir ofríki stjórnvalda. Í grunninn beinist ţví verndun mannréttinda einkum ađ brotum ríkja gagnvart ţegnum sínum, en ríki eru einnig skyldug til ađ vernda ţegna sína gagnvart brotum annarra ţegna. Ţau ţurfa einnig ađ grípa til ađgerđa til ađ tryggja réttindi borgaranna.

Mannréttindum er gjarnan skipt í borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi en ţađ eru m.a. tjáningarfrelsi, félagafrelsi, bann viđ pyndingum og ţrćldómi, ólögmćtri  handtöku og frelsissviptingu á međan réttur til atvinnu, menntunar, húsaskjóls, heilbrigđis og fleira teljast til efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda. Hin fyrrnefndu hafa veriđ kölluđ fyrstu kynslóđar mannréttindi og hin síđarnefndu annarar kynslóđar mannréttindi.

Í seinni tíđ hefur áhersla á ţriđju kynslóđar mannréttindi aukist. Til ţessara réttinda flokkast t.d. rétturinn til efnahagslegrar og félagslegrar ţróunar, friđar, heilsusamlegs umhverfis, auđlinda, til samskipta og til mannúđarađstođar. Stór hluti heimsins býr viđ mikla fátćkt, stríđ, vistfrćđilegar og náttúrulegar hörmungar og hefur ţetta ţýtt ađ lítil framţróun hefur veriđ á sviđi mannréttinda. Á ţeim grundvelli hefur mörgum fundist nauđsyn fyrir nýjan flokk mannréttinda sem myndu tryggja viđunandi ađstćđur, sérstaklega í hinum vanţróađa heimi, til ađ geta veitt ţau fyrstu og annarrar kynslóđar réttindi sem ţegar hafa veriđ viđurkennd.

Öll ţessi flokkun mannréttinda hefur sćtt mikilli gagnrýni. Sérstaklega hafa menn gagnrýnt ađ ţetta sé ekki svona klippt og skoriđ, ađ mun meiri skörun sé á milli mannréttinda en ţessi flokkun gefur til kynna og ađ engin mannréttindi séu rétthćrri en önnur. Víst er ađ viđ getum ekki notiđ borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda nema njóta efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda og öfugt.

Ađ lokum má ekki gleyma ţví ađ réttindunum fylgja skyldur, réttur eins endar ţar sem réttur nćsta manns byrjar.

 

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16