Flýtilyklar
Öryrkjabandalag Íslands skorar á fjárlaganefnd að tryggja starfsemi Mannréttindaskrifstofu
Öryrkjabandalag Íslands beinir þeim eindregnu tillögum til fjárlaganefndar Alþingis að hún sjái til þess að fé verði varið til starfsemi Mannréttindaskrifstofu Íslands á fjárlögum.
Það er óumdeilt að Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur átt drjúgan hlut að því að stuðla að aukinni umræðu hér á landi um mannréttindi hér á landi sem erlendis. Öryrkjabandalag Íslands telur brýnt að óháður aðili geti fjallað um slík mál á nþess að eiga allt sitt undir miskunn einstakra ráðuneyta. Íslenskum stjórnvöldum ber að stuðla að eðlilegu starfsumhverfi stofnunar sem Mannréttindaskrifstofu Íslands. Að öðrum kosti er hætt við að litið verði svo á að íslensk stjórnvöld telji einhverjum vafa undirorpið að málefnaleg umræða um mannrétti hér á landi geti átt sér stað.
Fyrir hönd Öryrkjabandalags Íslands,
Sigursteinn Róbert Másson, formaður
Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri