Orđsending frá framkvćmdastjóra Sameinuđu ţjóđanna á alţjóđlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum 25. nóvember 2006

Ofbeldi gegn konum hefur valdiđ ósegjanlegri vansćld, skađađ fjölskyldur kynslóđ eftir kynslóđ og grafiđ undan samfélagsheill um aldir. . Ofbeldi kemur í veg fyrir ađ konur fullnýti hćfileika sína, takmarkar hagvöxt og dregur úr framţróun. Ţegar ofbeldi gegn konum er skođađ ţá eru  engin samfélög siđmenntuđ.

Í síđasta mánuđi birti ég ítarlega skýrslu sem sýndi fram á ađ helmingur mannkyns býr viđ ţessa ógn – í öllum heimsálfum, löndum og menningarsvćđum; óháđ efnahag, ţjóđfélagsstétt, kynţćtti og uppruna. Ţessu er svona háttađ ţrátt fyrir ađ mannréttindi hafa veriđ viđurkennd međ lögum og tryggđ  í  alţjóđasamningum. Ofbeldiđ viđgengst ţó viđ vitum ađ  mannréttindavernd er nauđsynleg til ađ tryggja velferđ einstaklingsins, samfélagsins og heimsins alls. Ofbeldiđ viđgengst ţó Heimsţingiđ 2005 hafi heitiđ ađ tvöfalda framlög til upprćtingar ofbeldis á konum í hvađa mynd sem ţađ birtist.

Til ađ berjast gegn ţessum smánarbletti á samfélögum okkar verđum viđ ađ upprćta hugarfar sem enn er  útbreitt og  fastmótađ fyrir fullt og allt: ofbeldi gegn konum er aldrei réttmćtt og engar réttlćtingar eru ásćttanlegar.

Í fjölda ára hafa samtök kvenna og ţeirra sem láta sig máliđ varđa um heim allan, unniđ linnulaust ađ ţví ađ draga ofbeldi gegn konum út úr einkalífinu fram í dagsljósiđ og inn á ábyrgđarsviđ stjórnvalda. Mörg ríki hafa lögleitt virk lög og veita fórnarlömbum víđtćka og kynmiđađa ţjónustu. Einnig hafa miklar framfarir orđiđ á vettvangi ţjóđaréttar.

Nú er tímabćrt ađ taka nćsta skref í baráttunni. Viđ hjá Sameinuđu ţjóđunum verđum ađ gegna stćrra, sýnilegra og samhćfđara hlutverki í ţessu starfi.  Ađildaríki verđa ađ gera meira til ađ koma alţjóđalegum samningum og stefnumiđum sem ţau hafa undirgengist  í framkvćmd. Viđ verđum ađ tengjast borgarlegu samfélagi,- sem hefur úrslitahlutverki ađ gegna- sterkum, virkum samstarfsböndum.

Saman verđum viđ ađ skapa heim ţar sem ofbeldi gegn konum er ekki liđiđ. Međ ţví ađ fela mér ađ framkvćma ţessa ítarlegu skýrslu hafa ađildaríki Sameinuđu ţjóđanna látiđ í ljós vilja sinn til ađ upprćta ofbeldi gegn konum. Nú ţegar niđurstöđurnar liggja fyrir verđum viđ krefjast pólitískar skuldbindingar og fjármuna svo unniđ verđi gegn ofbeldi.  Á ţessum Alţjóđlega degi gegn ofbeldi gegn konum skulum viđ öll taka höndum saman til ađ upprćta ofbeldi gegn konum.

 

Kofi A. Annan


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16