Opinn fundur: VERÐA ÍSLENSK MENNTAYFIRVÖLD AÐ HLÝTA MANNRÉTTINDADÓMSTÓLNUM? 9. október

Fimmtudaginn 9. október kl. 16:00 verður opinn fundur um dóm Mannréttindadómstólsins í Strassborg frá 29. júní 2007.

Hann verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og mun Lorentz Starvrum hæstaréttarlögmaður rekja sögu hans en málið tapaðist fyrir öllum dómstigum í Noregi þ.m.t. hæstarétti en fékk meðbyr hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og eftir 12 ára baráttu fyrir dómstólum fékkst jákvæða niðurstaða hjá Mannréttindadómstólnum.

Stavrum mun m.a lýsa hvaða áhrif dómurinn hafði á lög og námsskrá í kristnum fræðum í Noregi. Eftir erindi sitt mun hann svara fyrirspurnum. Erindi hans verður á ensku.

Vegna sambærilegrar stöðu á Íslandi og Noregi varðandi lög um grunnskóla og námsskrá í kristnifræðum er spurning hvort yfirvöld menntamála á Íslandi verði að taka tillit til dómsins og breyta námsskrá og þ.a.l. námsefni. Spurt er hvort Íslendingar þurfi að taka tillit til dómsins eða ekki?

Menntamálaráðherra hefur, í samtali við stjórnamenn Siðmenntar, lýst yfir að engar breytingar verði gerðar – þrátt fyrir dóminn. Stjórn Siðmenntar hefur ítrekað bent yfirvöldum á að hlíta beri dómnum.

Forsaga málsins: Foreldrar nokkurra barna í Noregi ákváðu að lögsækja norsk menntafyrirvöld vegna kristinfræðikennslu í almennum skólum. Foreldrarnir, sem eru húmanistar, töldu stjórnvöld brjóta á mannréttindum sínum og þó sérstaklega á rétti þeirra að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem þau aðhylltust. Forsögu málsins má rekja til laga um grunnskóla sem kvað sterklega á um kristni en ekki síður með vísun í námsskrár í kristinfræðum. Foreldrarnir gagnrýndu ofur áherslu á kristni og töldu það stangast á við lífsskoðanir sínar og að það væri ekki hlutverk ríkisvaldsins að ala börn þeirra upp í annarri lífsskoðun.

Eftir dóminn ákváðu norsk menntayfirvöld að breyta kristinfræði kennslu og innihaldi hennar með meiri áherslu á trúarbragðafræði, siðfræði og kennslu um aðrar lífsskoðanir.

LORENTZ STAVRUM

Fæddur 1949 og er hæstaréttardómari og rekur eigin lögfræðistofu með áherslu á mannréttindi. Hann er dósent í alþjóðalögum við Háskólann í Lillehammer. Hann var áður lagalegur ráðgjafi dómara og lögmanna í Afganistan og hefur nokkrum sinnum verði valin í kosningaeftirlitsnefndir á vegum Evrópusambandsins og Öryggisnefndar Evrópu (ÖSE). Hann var forseti Human-Etisk Forbund, samtaka húmanista í Noregi, félagi í Alþjóðanefnd um viðbrögð við áföllum á vegum Norska dómsmálaráðuneytisins og félagi í Alþjóðlegri nefnd um lögfræðiaðstoð á vegum Norsku lögmannasamtakanna.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jónsson í síma 896 8101 eða í netfanginu bja@lausnir.net


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16