Nýir talsmenn barna á Alþingi

Nýir talsmenn barna á Alþingi
Talsmenn barna á Alþingi

Nýir talsmenn barna á Alþingi

Undirritun yfirlýsingar talsmanna barna á Alþingi fór fram í Alþingishúsinu í dag. Þingmenn léku sér saman og hétu því að tala fyrir hagsmunum barna. 

Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerðust talsmenn barna á Alþingi í dag. Þeir undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu, leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi. Birgir Ármannsson forseti Alþingi var einnig viðstaddur og tók þátt þegar þingmönnum var boðið að leika sér saman í Lego. Hver þingmaður tók með sér lego-kall og kubba til áminningar um hlutverkið sem hann tekur nú að sér og sinnir út kjörtímabilið. 

Þáttur í undirbúningi fyrir hlutverkið var að sækja fræðslu barna og ungmenna um mannréttindi barna og Barnasáttmálann og um það hvernig hann getur nýst við ákvarðanatöku og stefnumótun.

“Ungmennin spurðu okkur krefjandi spurninga um málefnin sem skipta þau máli. Um geðheilbrigði, loftslagsmál, stafrænt ofbeldi og lýðræði,” sagði Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins og nýr talsmaður barna á Alþingi. Á viðburðinum fyrr í dag lýsti Hafdís fræðslunni sem þingmenn fengu og sagðist hafa lært að þegar kemur að málefnum barna ættu fullorðin að hlusta meira og tala minna. 

Þetta er í fjórða sinn sem talsmenn barna á Alþingi eru skipaðir og er verkefnið samstarf Barnaréttindavaktarinnar, óformlegum vettvangi níu félagasamtaka sem vinna að réttindum barna á Íslandi. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið í hlutverki talsmanns barna frá árin 2017 og brýndi hún þingmennina til þess að beita sér fyrir réttindum barna og taka sér til fyrirmyndar Pál Val Björnsson, fyrrum þingmann sem hlaut Barnaréttindaverðlaun ungmennaráða árið 2016 fyrir störf sín á Alþingi.

Hver stjórnmálaflokkur tilnefnir einn aðalmann og einn varamann. Eftirtaldir þingmenn gerast í dag talsmenn barna á yfirstandandi þingi:

Flokkur fólksins

Aðalmaður: Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Varamaður: Guðmundur Ingi Kristinsson

Framsóknarflokkur

Aðalmaður: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Varamaður: Ágúst Bjarni Garðarsson

Miðflokkur

Aðalmaður: Bergþór Ólason

Varamaður: Anna Kolbrún Árnadóttir

Píratar

Aðalmaður: Gísli Rafn Ólafsson

Varamaður: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

Samfylking

Aðalmaður: Oddný G. Harðardóttir

Varamaður: Jóhann Páll Jóhannsson

Sjálfstæðisflokkur

Aðalmaður: Diljá Mist Einarsdóttir

Varamaður: Vilhjálmur Árnason

Viðreisn

Aðalmaður: Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Varamaður: Sigmar Guðmundsson

Vinstri Græn

Aðalmaður: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir 

Varamaður: Orri Páll Jóhannsson

 

Barnaréttindavaktin stendur að verkefninu talsmenn barna á Alþingi til að tryggja börnum málsvara á Alþingi.

Barnaréttindavaktin er óformlegur samstarfsvettvangur félagasamtaka sem öll starfa að málefnum barna, um bætt réttindi þeirra.

Að Barnaréttindavaktinni standa eftirfarandi félagasamtök:

Barnaheill – Save the Children á Íslandi - Heimili og skóli - Mannréttindaskrifstofa Íslands - Rauði krossinn - Samfés - Ungmennafélag Íslands - UNICEF á Íslandi - Þroskahjálp - Öryrkjabandalag Íslands.


Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingkona Framsóknar, tók til máls fyrir hönd talsmanna barna
og sagði nokkur orð.


Undirritun yfirlýsingar.


Barnaréttindavaktin.

 

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16