Mannréttindi í þrengingum

Mannréttindi í þrengingum
Mannréttindi í þrengingum

Samningurinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi var fullgiltur af Alþingi þann 22. ágúst 1979. Samningurinn er bindandi fyrir íslenska ríkið og leggur tafarlausar skyldur á herðar þess, meðal annars til að tryggja öllum menntun, heilbrigðisþjónustu og félagslegt öryggi. Hin djúpa efnahagslægð sem fylgdi í kjölfar hruns bankanna haustið 2008 hefur orsakað aukið atvinnuleysi, erfiða og aukna skuldabyrði og hækkun vöruverðs sem veldur því að fólk á erfiðara með að tryggja sjálft rétt sinn til atvinnu, sómasamlegs lífsviðurværis, og félagslegs öryggis. Á sama tíma veldur efnahagssamdrátturinn því að hagræða þarf og skera niður í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Tilgangur bókarinnar er að upplýsa bæði stjórnvöld og almenning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og nauðsyn þess að þau séu virt bæði þegar vel árar og ekki síður á erfiðum samdráttarskeiðum. Í bókinni er bent á leiðir til að tryggja þessi mikilvægu mannréttindi í erfiðu árferði. Fjallað er sérstaklega um réttindi tengd vinnu, rétt til félagslegs öryggis og rétt til menntunar, en þær áherslur sem byggt er á eiga jafnt við um öll efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Bókin er ókeypis. Hana má nálgast hjá Mannréttindaskrifstofunni, og einnig sem pdf-skjal hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16