Mannréttindaþing Mannréttindaskrifstofu Íslands 2023

Mannréttindaþing Mannréttindaskrifstofu Íslands 2023 verður haldið þriðjudaginn 12. september klukkan 13:00-16:00 í Hvammi, Grand Hótel. Umfjöllunarefni þingsins að þessu sinni verður áhrif loftslagsbreytinga á íslenskt samfélag og fólksflótti vegna þeirra. Þingið verður því helgað flóttamannamálum út frá sjónarhóli áskorana um við hverju megi búast vegna loftslagsbreytinga, stríðsátaka og þróunar á heimsvísu í átt að minnkandi mannréttindavernd.

Við munum fá til okkar fjögur frábær erindi og pallborðsumræður en kaffi, te og með því verður í boði. Ef þú sérð þér ófært að mæta þarf ekki að örvænta því fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á miðlum skrifstofunnar eftir þingið. Í framhaldinu mun aðalfundur Mannréttindaskrifstofunnar fara fram frá 16:30-18:00.

Dagskrá:

  • Opnun formanns stjórnar MRSÍ
  • Evan Easton-Calabria frá Climate Centre Rauða krossins (fjarfundarbúnaður)
    "Hvers má vænta vegna loftslagsbreytinga og vaxandi náttúruhamfara, stríðs og annarrar þróunar á alþjóðavísu, á hættuna á mannréttindabrotum gegn fólki á flótta. Enn fremur hvað lykilstofnanir eins og Rauði krossinn, frjáls félagasamtök og stjórnvöld geti gert til að vinna gegn þessu"
  • Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri
    "Náttúruréttindi"
  • Jóna Þórey Pétursdóttur, lögmaður á lögmannsstofunni Rétti 
    "Áhrif loftslagsbreytinga á konur og áskoranir sem konur á flótta mæta"
  • Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri innanlandsteymis hjá UNICEF,
  • "Börn á flótta vegna loftslagsbreytinga og stríðsátaka og áskoranir sem þau mæta"
  • Kaffihlé
  • Pallborðsumræður

Nánari upplýsingar um þingið verða birtar von bráðar en við hvetjum þig til þess að vera með okkur og taka eftirmiðdaginn 12. september frá!

Skráðu þig á facebook viðburðinn hér!


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16