Málþing um kynheilsu og mannréttindi 3. október

Ást, kynlíf og hjónaband

Málþing um kynheilsu og mannréttindi haldið í Þjóðminjasafninu föstudaginn 3. október kl. 14:00 - 16:00 í tilefni af útkomu bókar dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur með ofangreindum titli.

Guðrún D.Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands: "Ofbeldi og mannréttindi"

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðingur: “Réttindi kynverundar - hvað er langt í land?”

Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur: “Menning, kirkja og hjónaband í hinsegin ljósi”

Þorvaldur Kristinsson, bókmenntafræðingur: "Samkynhneigðin og ástin"

sr. Bjarni Karlsson: "Samkynhneigð og kristin siðfræði"

Fundarstjóri er Helgi Hjörvar Alþingismaður

Í upphafi mun dr. Sólveig Anna ávarpa og setja málþingið og í lokin væri boðið upp á fyrirspurnir til hennar og framsögumanna.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16