Flýtilyklar
Málfundur um mannréttindi kvenna og heilsufar
Á hinum alþjóðlega mannréttindadegi 10. desember, lýkur 16. daga heimsátaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið ber í ár yfirskriftina Heilsa kvenna, heilsa mannkyns; stöðvum ofbeldið!.
Í tilefni dagsins stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir málfundi um málefni tengd mannréttindum kvenna og heilsufari. Fundurinn verður haldinn í Fógetastofu Hótel Centrum, Aðalstræti 16, frá 13:00-14:30.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Dagskrá:
Fátækt og heilsufar kvenna Harpa Njáls, félagsfræðingur,
Stríðsnauðganir, tilgangur og kynjaímyndir Fríða Thoroddsen, MA-nemi Háskóla Íslands
Eru hefðir hættulegar konum?, Guðbjörg Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur.
Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur og lektor við Háskóla Íslands stýrir fundi. Að loknum erindum gefst tóm til fyrirspurna og umræðna.