16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi: Ljósaganga UN Women á Íslandi

Ljósaganga UN Women á Íslandi fer fram laugardaginn 25. nóvember kl. 17:00 frá Arnarhóli, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi er í forsvari fyrir ásamt fjölda annarra öflugra félagasamtaka hér á landi.

Finna má frekari upplýsingar hér á facebook síðu viðburðarins.

Kynbundið ofbeldi er heimsfaraldur og er Ísland þar ekki undanþegið. En það er hægt að uppræta þennan faraldur, ef viljinn og fjármagn er fyrir hendi.

Mannréttindaskrifstofa Íslands hvetur öll til að mæta og sýna samstöðu!

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16