Kvennafrídagurinn - Mánudaginn 24. október kl. 14:38

Kvannafrídagurinn 24. október kl. 14:38

KVENNAFRÍ 2016 – KJARAJAFNRÉTTI STRAX!


Konur eru hvattar til ađ leggja niđur vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liđi á samstöđufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorđinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Međalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af međalatvinnutekjum karla. Konur eru ţví međ 29,7% lćgri tekjur ađ međaltali. Samkvćmt ţví hafa konur unniđ fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miđađ viđ fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er ţví lokiđ kl. 14:38. 

Ţann 24. október áriđ 1975 lögđu konur um allt land niđur vinnu til ađ sýna fram á mikilvćgi vinnuframlags kvenna fyrir ţjóđfélagiđ. Áriđ 2005 héldum viđ upp á kvennafrídaginn í annađ sinn og konur gengu í tugţúsunda taliđ útaf vinnustađ á ţeirri mínútu ţegar ţćr hćttu ađ fá borgađ fyrir störf sín miđađ viđ karla. Ţá gengu konur út klukkan 14:08. Áriđ 2010 gengu konur út klukkan 14:25. Nú göngum viđ út klukkan 14:38. Viđ höfum grćtt hálftíma á ellefu árum. Tćplega ţrjár mínútur á hverju ári. Međ ţessu áframhaldi ţurfum viđ ađ bíđa í 52 eftir ađ hafa sömu laun og sömu kjör og karlar, til ársins 2068! Ţađ er óásćttanlegt! 

Fylgstu međ á www.kvennafri.is og facebook.com/kvennafri. Taktu ţátt í samrćđunum á Twitter undir myllumerkinu #kvennafrí og #jöfnkjör, og fylgdu okkur á @kvennafri


Maríanna Traustadóttir, sérfrćđingur hjá ASÍ, veitir frekari upplýsingar um máliđ í síma 860-4487 og 535-5600.

Ađ fundinum standa samtök launafólks og samtök kvenna: Alţýđusamband Íslands, BSRB, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtćkja, Afliđ, Bandalag kvenna í Reykjavík, Bríet – félag ungra feminista, Delta Kappa Gamma, Druslubćkur og dođrantar, Druslugangan, Dziewuchy Dziewuchom Islandia – Konur konum Ísland, Í kjölfar Bríetar, Jafnréttisfélag Háskólans í Reykjavík, Femínistafélag Háskóla Íslands, Femínistafélag Íslands, Félag kvenna í atvinnulífinu, Kítón – Konur í tónlist, Knúz.is, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Samfylkingarinnar, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráđgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamband Framsóknarkvenna, Landssamband Sjálfstćđiskvenna, Rótin, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um kvennaathvarf, Samtökin ’78, Soroptimistasamband Íslands, Sólstafir, Stígamót, Tabú, UNWomen, WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi og Zontasamband Íslands.

 

 

 

Saga Kvennafrídagsins – Baráttudagur íslenskra kvenna

Kvennafrídagurinn var fyrst haldinn áriđ 1975 á kvennaári Sameinuđu ţjóđanna. Ţann dag lögđu konur um allt land niđur vinnu til ađ sýna fram á mikilvćgi vinnuframlags kvenna fyrir ţjóđfélagiđ. Launamisrétti, vanmat á störfum kvenna, skortur á virđingu og valdaleysi var konum efst í huga. Ţćr söfnuđust saman og sýndu svo eftir var tekiđ um allan heim ađ samstađan er sterkasta vopniđ. Hjól atvinnulífsins og reyndar ţjóđlífsins alls nánast stöđvuđust ţennan dag. 

Konur héldu upp á kvennafrídaginn áriđ 1985 međ ţví ađ opna Kvennasmiđju dagana 24. – 31. október til ađ vekja athygli á vinnuframlagi og launakjörum kvenna. Áriđ 2005 sýndu konur samstöđu og lögđu tugţúsundir niđur störf kl. 14:08 og fylltu miđborgina. Áriđ 2010 gengu konur út kl. 14:25 mánudaginn 25. október undir kjörorđunum „Já, ég ţori, get og vil“.

Konur á Íslandi hafa sannarlega sýnt svo eftir er tekiđ um allan heim ađ samstađan er sterkasta vopniđ.

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16