Kína og mannréttindi: Alţjóđlegar ađgerđir og tvíhliđa viđrćđur. Fyrirlestur í Lögbergi, stofu 201, Háskóla Íslands 28. október kl: 12:00.

Umrćđur um Kína og mannréttindi hafa veriđ mjög í deiglunni síđan sumariđ 1989, er kínversk stjórnvöld brugđust harkalega viđ mótmćlaöldum sem gengiđ höfđu yfir landiđ. Fjölmörg ríki heims brugđust ókvćđa viđ og stađa mannréttinda innan Kína var tekin fyrir innan ramma Sameinuđu Ţjóđanna. Í fyrirlestri sínum fer Helga Björk Jónsdóttir yfir sögu mannréttindaađgerđa gagnvart Kína síđan 1989 međ áherslu á á ađgerđir einstakra ríkja og mannréttindaráđs SŢ. Einkum verđur fjallađ um reynslu Noregs og Bandaríkjanna af tvíhliđa mannréttindaviđrćđum viđ kínversk stjórnvöld síđan 1997 og ólík nálgun ţessara tveggja ríkja borin saman. Markmiđiđ er ađ skođa hvađ ríki geta gert til ađ bćta líkur ţess ađ ţau hafi jákvćđ áhrif á mannréttindaţróun innan Kína.

Helga Björk Jónsdóttir lauk BA-gráđu í stjórnmálafrćđi viđ Háskóla Íslands áriđ 2006. Ţađan hélt hún til Árósa til frekara náms. Hún var búsett í Kína áriđ 2008 ţar sem hún var starfsnemi viđ Sendiráđ Íslands í Peking. Hún lauk MA-gráđu í stjórnmálafrćđi međ áherslu á málefni Asíu frá Háskólanum í Árósum sumariđ 2009. Meistararitgerđ hennar fjallađi um tilraunir smárra og stórra ríkja til ađ hafa jákvćđ áhrif á ţróun mannréttinda í Kína.

Konfúsíusarstofnunin Norđurljós, í samvinnu viđ Kínversk íslenska menningarfélagiđ og Íslensk-kínverska viđskiptaráđiđ, stendur fyrir fyrirlestraröđ í tilefni 60 ára afmćlis Kínverska alţýđulýđveldisins 1. október sl.

Ţetta er fyrirlestur númer fjögur.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16