Inn­lend mann­rétt­ind­a­stofn­un í aug­sýn

Inn­lend mann­rétt­ind­a­stofn­un í aug­sýn
Margrét Steinarsdóttir

Sameinuđu ţjóđirnar (Sţ) gera ţá kröfu ađ öll ađildarríki ţeirra setji upp sjálfstćđa, innlenda mannréttindastofnun sem starfi samkvćmt Parísarviđmiđum Sţ um starfsemi slíkra stofnana. Parísarviđmiđin gera ráđ fyrir opinberum mannréttindastofnunum á fjárlögum ríkisins. Sjálfstćđi stofnananna á ađ vera tryggt međ lögum er kveđa á um fjárhag, skipurit, ráđningu starfsfólks ofl.

Mannréttindasáttmálar og löggjöf nćgja ekki ein og sér til ađ tryggja mannréttindi. Flest mannréttindi krefjast skilvirkra ađgerđa af hálfu stjórnvalda til ađ ţau séu í heiđri höfđ. Til ţess ađ koma mannréttindum raunverulega í framkvćmd er ţví nauđsynlegt ađ setja á fót mannréttindastofnanir sem vinna ađ eflingu og verndun mannréttinda á breiđum grunni. Nefna má Mannréttindadómstól Evrópu í ţví sambandi en undanfarin ár hafa margir Íslendingar leitađ ţangađ vegna mannréttindabrota sem ţeir telja sig hafa orđiđ fyrir. Innlendar mannréttindastofnanir gegna einnig mikilvćgu hlut­verki en fjölmörg ríki hafa sett slíkar stofnanir á fót til ţess ađ vinna ađ mannréttindavernd. Ţó viđfangsefni slíkra stofnana séu ólík á milli landa, í ljósi mismunandi menningar og ađstćđna, ţá starfa ţćr allar á sameiginlegum grunni og ađ sömu markmiđum.

Ţrátt fyrir ađ flestir alţjóđlegir eftirlitsađilar á sviđi mannréttinda hafi um árabil hvatt íslensk stjórnvöld til ađ setja á stofn sjálfstćđa, innlenda mannréttindastofnun hefur hún enn ekki orđiđ ađ veruleika. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur starfađ sem ígildi landsstofnunar og hefur allt frá upphafi komiđ, og kemur enn, fram fyrir Íslands hönd á vettvangi Sţ og hjá Evrópuráđinu. Leitast skrifstofan viđ ađ haga starfsemi sinni í samrćmi viđ áđurnefnd Parísarviđmiđ, en í ţví felst m.a. ađ ađ sinna ráđgjöf, frćđslu og eftirliti á sviđi mannréttinda. Skrifstofan hefur bođiđ fram ţá ţekkingu, reynslu og tengslanet sem byggst hafa upp í starfsemi hennar gegnum árin. Hefur skrifstofan og lýst ţví yfir ađ hún sé tilbúin til ađ gegna međ formlegum hćtti hlutverki sjálfstćđrar og óháđrar landsstofnunar sem starfi í samrćmi viđ Parísarviđmiđin.

Í gegnum árin hafa stjórnvöld rćtt mikilvćgi sjálfstćđrar, innlendrar mannréttindastofnunar og brugđist jákvćtt viđ fyrrnefndum tillögum alţjóđlegra eftirlitsađila um ađ koma slíkri stofnun á fót. Í apríl áriđ 2007, viđ kynningu á stefnu Íslands í mannréttindamálum, fjallađi ţáverandi utanríkisráđherra um mikilvćgi slíkrar stofnunar. Á árinu 2013 lagđi ţáverandi innanríkisráđherra fram drög ađ landsáćtlun í mannréttindamálum á vorţingi, ţar sem m.a. kom fram fyrirćtlun um ađ setja á stofn sjálfstćđa, innlenda mannréttindastofnun. Ţađ sama vor voru alţingiskosningar og máliđ var lagt til hliđar í kjölfariđ. Í september 2016 lagđi ţáverandi innanríkisráđherra fram skýrslu um mannréttindi á Alţingi. Ţar er sérkafli um mannréttindastofnun og ţeirri skođun lýst ađ nauđsynleg reynsla og ţekking vćri til stađar hjá Mannréttindaskrifstofunni og yrđi ţví ađ telja farsćlast og hagkvćmast ađ fela henni ţetta hlutverk. Ţar sagđi einnig ađ innanríkisráđuneytiđ ynni ađ gerđ frumvarps sem miđađi ađ ţví. Enn komu alţingiskosningar og var málinu frestađ. Í stjórnarsáttmála núveandi ríkisstjórnar frá 2021 segir ađ stofnuđ verđi ný mannréttindastofnun. Er ţetta í fyrsta sinn ađ slík áform koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar á Íslandi.

Í forsćtisráđuneytinu er nú hafin vinna viđ grćnbók um mannréttindi, sem gefur yfirlit yfir stöđumat og valkosti og er undanfari frekari stefnumótunar. Viđ vinnuna verđur lagt mat á stöđu mannréttindamála á Íslandi ţar sem safnađ er á einn stađ upplýsingum um mannréttindi, ţróun, tölfrćđi, samanburđi viđ önnur lönd og samantekt um mismunandi leiđir eđa áherslur til ađ mćta ţeim áskorunum sem viđ blasa í mannréttindamálum, m.a. í tengslum viđ stofnun sjálfstćđrar innlendrar mannréttindastofnunar Lögđ er áhersla á víđtćkt samráđ viđ vinnu grćnbókarinnar svo sjónarmiđ sem flestra komi fram, ekki síst til ţess ađ landsstofnunin verđi stofnun allra sem hér dvelja. Í ţví skyni eru, auk funda međ hagsmunaađilum, međal annars ţessa dagana haldnir opnir samráđsfundir um landiđ um stöđu mannréttindamála. Samkvćmt tímaáćtlun verđa niđurstöđur grćnbókar kynntar sem drög í samráđsgátt stjórnvalda í byrjun árs 2023. Drög ađ frumvarpi um sjálfstćđa, innlenda mannréttindastofnun verđa kynnt í samráđsgáttinni í maí 2023 og eftir úrvinnslu athugasemda viđ frumvarpiđ úr samráđsgátt verđur ţađ lagt fram á Alţingi í september/október 2023.

Eins og ráđa má af ţví sem á undan er rakiđ, ţeirri miklu undirbúningsvinnu sem ţegar hefur veriđ unnin og tímasettri áćtlun um áframhaldandi vinnu, má ljóst vera ađ stjórnvöldum er full alvara í ţeirri fyrirćtlan ađ setja upp sjálfstćđa, innlenda mannréttindastofnun. Nú hyllir loks undir ađ langţráđur draumur um slíka stofnun verđi ađ veruleika og ţví ber ađ fagna.

Höfundur er framkvćmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands


Frétt ţessi birtist á miđli Fréttablađsins og má nálgast hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16