60plús - Tökum afstöđu međ mannréttindum !

Fyrir ári síđan, á 60 ára afmćli mannréttindayfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna, samţykkti allsherjarţing SŢ viđauka sem felur í sér kćruleiđ vegna brota gegn efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum. Viđaukinn stađfestir ađ öll mannréttindi eru jafngild og samofin. Brot gegn efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum eru órjúfanlega tengd brotum gegn borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum. Tjáningarfrelsi tengist t.d. oft réttinum til menntunar og rétturinn til lífs krefst ţess ađ stjórnvöld grípi til ađgerđa til ađ koma í veg fyrir ungbarnadauđa, farsóttir og hungur.

Viđaukinn er mikilvćgt skref í ţeirri viđleitni ađ tryggja ađgang ađ réttlćti fyrir ţolendur mannréttindabrota. Fólk sem býr viđ fátćkt og hópar sem eru á jađri samfélaga sćtir alvarlegustu brotunum á efnahagslegum, félagslegum og menningarlegum réttindum, ţar međ taliđ réttinum til húsnćđis, fćđis, vatns og hreinlćtis, svo og réttinum til heilsu og menntunar.

Öryggi og lýđrćđi geta einungis ţrifist í samfélögum ţar sem mannréttindi eru virt. Virk vernd efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda er ekki hvađ síst mikilvćg ţegar skórinn kreppir. Sagan kennir okkur ađ efnahagslegir erfiđleikar geta leitt til alvarlegra skerđinga mannréttinda. Brýnt er ađ efnahagslegum og félagslegum réttindum sé ekki varpađ fyrir róđa í ađgerđum yfirvalda til ađ takast á viđ efnahagsvandann; virđing fyrir mannréttindum borgaranna á ađ vera leiđarljós í allri ákvarđanatöku. Samţykkt kćruleiđar fyrir íslenska borgara sem telja efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi á sér brotin er yfirlýsing íslenskra stjórnvalda um ađ ţau hyggist tryggja ţessi réttindi til fulls.

Í tilefni af alţjóđadegi mannréttinda hvetja Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands yfirvöld til ađ undirrita og fullgilda viđauka viđ alţjóđasamning Sameinuđu ţjóđanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Međ undirritun og fullgildingu viđaukans myndi Ísland skipa sér í framvarđasveit mannréttinda á heimsvísu og taka afgerandi afstöđu međ mannréttindum.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ og vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16