16 daga átak: Grein eftir nemendur í lífsleikni viđ VMA

8. greinin í 16 daga átakinu í ár er skrifuđ af nemendum viđ VMA.

Greinina má lesa hér fyrir neđan, og á visir.is.

Allar greinar sem og ađrar upplýsingar sem birtar eru í tengslum viđ 16 dag átakiđ birtast líka á Facebook-síđu 16 daga átaksins, og á Facebook-síđu Mannréttindaskrifstofunnar; hćgt er ađ fylgjast auđveldlega međ átakinu međ ţví ađ "líka viđ" síđurnar.

Er ţađ ţess virđi ađ hafa klám sem fyrirmynd?

 

Agnar Geirsson, Ari Ţórđarson, Breki Ţór Jónsson, Dagrún Líf Valgeirsdóttir, Davíđ Gísli Davíđsson, Ewelina Paulina Mozejko, Haukur Örn Halldórsson, Hákon Ţór Tímasson, Kristófer Orri Atlason, Pathara Puttharat, Sigurđur Andrés Sverrisson, Snorri Guđröđarson, Thelma Björk Sćvarsdóttir og Ţorri Guđmundsson

 

Inngangur: Valgerđur Dögg Jónsdóttir lífsleiknikennari


Í Verkmenntaskólanum eru allir nýnemar í áfanga sem kallast Lífsleikni. Ţar kynnast nemendur t.d. innviđum skólans og starfsháttum, starfsfólki og félagslífi. Lífsleiknihóparnir eru margir og hver ţeirra á sinn umsjónarkennara. Nemendur fá einnig tćkifćri til ađ búa sig undir ţátttöku í samfélaginu međ ţví ađ efla enn fremur félagslega fćrni og siđferđiskennd. Viđ rćđum m.a. um sjálfsmynd og ţađ sem hefur áhrif á hana og ábyrgđ hvers og eins á eigin hugsunum, skođunum og gjörđum. 

 
Í lífsleiknitímum gefst gott tćkifćri til ađ taka fyrir málefni sem eru í deiglu samfélagsins hverju sinni og ţví fjölluđum viđ um 16 daga átakiđ gegn kynbundnu ofbeldi, sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember ár hvert um allan heim. Í ţeirri kennslustund ákváđu nemendur ađ taka ţátt í kyndlagöngu á vegum átaksins 25. nóvember og svo beindust umrćđurnar ađ klámi í nútímasamfélagi og hvort og ţá hvađa áhrif ţađ getur haft á sambönd ungs fólks. 
 
Ţađ er mikilvćgt ađ nemendur fái tćkifćri til ađ viđra skođanir sínar og taka ţátt í umrćđum um öll ţau málefni sem samfélagiđ stendur frammi fyrir hverju sinni. Međ umrćđum sem ţessum verđa nemendur okkar virkir ţátttakendur. Átak sem ţetta kallar eftir skođunum ţeirra og hvetur til beinnar ţátttöku í samfélaginu og ţví fá nemendur tćkifćri til ađ láta raddir sínar heyrast og međ ţeim hćtti ađ hafa hugsanlega áhrif á umrćđuna sjálfa og mótun samfélagsins.
 

Nemendurnir höfđu ólíkar hugmyndir og ţví fóru af stađ miklar rökrćđur sem leiddu svo til ákveđinnar niđurstöđu sem allir gátu veriđ sáttir viđ. Hér kemur ţeirra niđurstađa:


Klám gefur ekki rétta mynd af kynlífi eđa ástarsambandi. Pizzasendillinn hefur ekki leyfi til ađ koma inn og stunda kynlíf međ ţér ţegar ţú pantar pizzu. Mađur er heldur ekki ađ fara ađ stunda kynlíf međ sömu konu eđa sama karli og 500 ađrir hafa veriđ međ rétt á undan. Mađur hefur ekki leyfi til ađ neyđa einhvern til ađ gera eitthvađ sem hann ekki vill. Allt klám er sviđsett, ţetta eru fantasíur sem ekki gerast í alvöru.

Ţegar persónur eru í góđu sambandi, ţarf ađ ríkja traust á milli ţeirra, ţćr ţurfa ađ vera hreinskilnar hvor viđ ađra, tala saman, finna fyrir ástríđu, og ekki skammast sín. Ţetta sést ekki í klámi.

Ţegar mađur byrjar í sambandi og veit ađ hinn ađilinn hefur horft mikiđ á klám hefur mađur áhyggjur af ţví ađ mađur standist ekki ţćr kröfur sem gerđar eru í ţessum myndum og jafnvel tónlistarmyndböndum. Ađ mađur hafi ekki nógu stór brjóst eđa nógu stórt typpi, ekki nógu mjó/r eđa vöđvastćlt/ur eđa kunna ekki allar stellingar sem sýndar eru í ţeim. Bćđi strákar og stelpur geta haft ţessar áhyggjur.

Viđ segjum ađ hver og einn ţurfi ađ hafa sjálfstraust til ađ gera ţađ sem hann telur rétt en ekki ađ herma eftir einhverju öđru sem hann hefur séđ, ţá getur mađur veriđ í heilbrigđu sambandi. Ađ tala saman og komast ađ ţví hvađ báđir ađilar vilja gera saman, ţađ er gott samband.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16