16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst á morgun, 25. nóvember. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Ísland hefur verið þáttakandi í átakinu árum saman og ekki er vanþörf á nú í ár.

Dagsetning átaksins, frá 25. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, til 10. desember, hins alþjóðlega mannréttindadags, var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Tímasetningin var einnig valin til að leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi.

Kynbundið ofbeldi viðgengst á Íslandi eins og annars staðar og það viðgengst hvergi eins vel og innan veggja heimila, í skjóli upplýsingaskorts, þöggunar og aðgerðaleysis. Ljóst er að áhrif heimsfaraldursins Covid-19 á kynbundið ofbeldi er verulegt, rannsóknir sýna að samhliða þeirri félagslegu einangrun sem átt hefur sér stað í þessum faraldri þá hefur kynbundið ofbeldi farið vaxandi um allan heim. Mikil aukning hefur verið á tilkynningum til lögreglu sem og annarra sem að þessum málum standa.

Ofbeldi verður því minna sjáanlegt en það hverfur ekki, heldur færist inn á heimilin. Við getum ekki litið framhjá þeim staðreyndum um kynbundið ofbeldi sem blasa við okkur. Með árlegu 16 daga átaki viljum við hvetja til opinnar og hispurslausrar umræðu sem leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða í kjölfarið.

Í ár munu félagasamtök og einstaklingar sem koma að átakinu skrifa greinar sem allar munu fjalla á einn eða annan hátt um kynbundið ofbeldi og verða þær birtar á www.visir.is líkt og síðustu ár. Vonumst við til þess að þær fái sem mesta dreifingu. Þá munu greinarnar einnig birtast á facebook síðu átaksins og hvetjum við alla til þess að fylgja átakinu þar: https://www.facebook.com/16dagar.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16