Flýtilyklar
Hatursorðræða. Yfirlit yfir gildandi lög og reglur - ábendingar til framtíðar
Ritinu er ætlað að vera yfirlit yfir hatursorðræðu og hatursáróður, ástand mála hér á landi og löggjöf landsins er lýtur að þessum málum. Auk þess er fjallað um alþjóðlega löggjöf um hatursáróður og aðgerðir til þess að sporna gegn honum með vitundarvakningu og fræðslu um fjölbreytileika samfélagsins. Að lokum er fjallað um samspil tjáningarfrelsisins og bann við hatursáróðri og því varpað upp hvort þörf sé á endurskoðun laga hér á landi í tengslum við hatursáróður og hatursorðræðu og því að stjórnvöld marki sér heildstæða stefnu til þess að berjast gegn honum.
Höfundar ritsins eru Jóna Aðalheiður Pálmadóttir og Iuliana Kalenikova. Ritið var styrkt af innanríkisráðuneytinu.
Ritið er ókeypis og aðeins gefið út á rafrænu formi hér.