139. löggjafarþing 2010 - 2011

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga um staðgöngumæðrun. Með henni er lagt til að velferðarráðherra verði falið að skipa starfshóp til að undirbúa frumvarp um staðgöngumæðrun hér á landi.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum

Frumvarpinu er ætlað að koma í framkvæmd samkomulagi ríkisins og sveitarfélaganna um yfirfærslu faglegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaganna. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga varðar um 2.500 einstaklinga sem þurfa þjónustu vegna fötlunar sinnar og um 1.500 starfsmenn í rúmlega þúsund stöðugildum sem annast þjónustuna.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, nr. 15/1998

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla. Með frumvarpinu á að fjölga héraðsdómurum um fimm og hæstaréttardómurum um þrjá.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um málefni aldraðra (einbýli)

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp er varðar breytingu á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Ætlunin með frumvarpinu er að gera öllum þeim öldruðum sem dveljast á hjúkrunarheimilum kleift að búa í einbýli óski þeir þess.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um skipun starfshóps um ofbeldi maka gegn konum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga sem hefur þann tilgang að kanna og setja fram leiðir að úrbótum til að bæta réttarstöðu kvenna frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem búa við ofbeldi af hálfu maka sinna.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breyting á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, með síðari breytingum (fyrningarfrestur)

Fyrirhuguð er breyting á 2. mgr. 165. gr. laganna þar sem kveðið er á um að nýjan fyrningarfrest kröfu við gjaldþrotaskipti. Í breytingunum felst samkvæmt greinagerð með frumvarpinu, að við gjaldþrotaskipti verði fyrningartími allra krafna kröfuhafa þrotamanns 2 ár eftir að gjaldþrotaskiptum lýkur á búi þrotamanns.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um þingsályktunartillögu um mótun reglna um verkferla og hæfnismat við opinberar embættisveitingar

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að skipuð verði nefnd sem hafi það verkefni að móta reglur og eftir atvikum semja frumvarp til laga um verkferla, meðferð og þýðingu faglegs hæfnismats við skipan í opinber embætti.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis

Í 1. gr. frumvarpsins er kveðið á um að stofna skuli lagaskrifstofu Alþingis sem „hafi það hlutverk að samræma reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafarmála.“
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 88/1995, um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, með síðari breytingum

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp til laga um breytingu á þingfararkaupi alþingismanna. Breytingin felur í sér að álag sem greitt hefur verið ofan á þingfararkaup formanna þingnefnda og þingflokka verður fellt niður.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um þingsályktunartillögu um rannsókn á Íbúðalánasjóði

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga þar sem lagt er til sjálfstæð og óháð rannsókn fari fram á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá aðdraganda breytinganna á fjármögnun og lánareglum sjóðsins sem hrint var í framkvæmd á árinu 2004. Einnig að í kjölfarið fari fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi Íbúðalánasjóðs.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16