Umsögn MRSÍ um tillögu til ţingsályktunar um ađgerđaáćtlun gegn hatursorđrćđu fyrir árin 2023-2026

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til ţingsályktunar um ađgerđaáćtlun gegn hatursorđrćđu fyrir árin 2023-2026, ţskj. 1212, 795. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreind tillaga til umsagnar. Átti skrifstofan fulltrúa í starfshópi gegn hatursorđrćđu sem skilađi af sér drögum ađ tillögunni og styđur hana heils hugar. Tillagan er umfangsmikil og mćlir fyrir um fjölbreyttar ađgerđir, enda var starfshópnum faliđ ađ skođa viđfangsefniđ frá ýmsum hliđum.

Fleiri ađgerđir en fram koma í tillögunni voru ţó rćddar og jafnframt nánari útfćrsla. Ţćr ađgerđar voru valdar úr sem brýnastar ţóttu og reynt ađ skýra ţćr ađ gagni án ţess ađ fara í of ítarlegt og langt mál. Framkvćmdaađilum er enda ćtlađ ađ tryggja ţekkingu og fćrni ţeirra sem framkvćma eiga ađgerđirnar sem og verklag viđ ţá framkvćmd.

Nokkrir úr starfshópnum lýstu áhyggjum yfir ţví ađ ţađ fjármagn sem ćtlađ er til ađgerđanna dygđi ekki og var MRSÍ ţar á međal. Ítrekar skrifstofan ţćr áhyggjur sínar og hvetur til ţess ađ fundiđ verđi meira fjármagn til ađ standa undir ţeim ađgerđum sem ţingsályktunartillagan mćlir fyrir um.

Hér má nálgast umsögnina í heild sinni.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16