Málþing: Mannréttindi - innan lands og utan

Á miðvikudaginn 26. apríl klukkan 12:00 í Fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands mun Mannréttindaskrifstofan halda annað hádegismálþing þessa árs undir yfirskriftinni: Mannréttindi - innan lands og utan. Eftir þrjú frábær erindi verða umræður og kaffi í boði að þeim loknum. Aðgengi að Fyrirlestrasalnum er gott og málþingið verður tekið upp og gert aðgengilegt á vefsíðu og facebooksíðu Mannréttindaskrifstofunnar.

Dagskrá:
12:00-12:10 "Fíknistefna og mannréttindi kvenna"
Kristín I. Pálsdóttir frá Rótinni
12:10-12:20 "Jafnrétti og öryggi"
Rut Einarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands
12:20-12:30 "Eru mannréttindi kvenna aðeins fjarlægur draumur?"
Stella Samúelsdóttir frá UN Women
12:30-13:00 Umræður og fyrirspurnir

Bjóðum alla áhugasama velkomna!

Fylgist með viðburðinum á Facebook síðu MRSÍ


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16