Réttindi fatlađs fólks

Ţegar fjallađ er um réttarstöđu fatlađs fólks er nauđsynlegt ađ athuga vel hvađ felst í ţví ađ vera fatlađur. Skilgreining á hugtakinu er mikilvćg til ţess ađ stjórnvöld geti gert samfélagiđ betur í stakk búiđ til ađ tryggja fötluđu fólki jafnrétti og sambćrileg lífskjör á viđ ađra og skapa ţeim skilyrđi til ţess ađ lifa eđlilegu lífi. Hugtakiđ er ţó í stöđugri ţróun og ţví ólíklegt ađ nokkurn tíma muni liggja fyrir endanleg skilgreining á ţví.

Á Íslandi hefur helst veriđ stuđst viđ lćknisfrćđilega skilgreiningu sem kennd er viđ endurhćfingu. Skilgreiningin á fötluđum einstaklingi, samkvćmt lögum um málefni fatlađra, er sá sem ţarf á sérstakri ţjónustu eđa stuđningi ađ halda. Er hér átt viđ ţroskahömlun, geđfötlun, hreyfihömlun, sjón- eđa heyrnarskerđingu. Einnig getur fötlun stafađ af langvarandi veikindum sem og slysum.

Í íslenskum lögum liggur ţví ekki fyrir afmörkuđ skilgreining á ţví hvađ fötlun er. Ţrátt fyrir ţađ er sérstök áhersla lögđ á hugtakiđ geđfatlađur. Ţar er gerđur greinarmunur á sjúkdómi annars vegar og ástandi sem er bein afleiđing af sjúkdómnum. Geđsjúkur einstaklingur ţarf ţví ekki endilega ađ vera fatlađur ţó svo ađ af sjúkdómnum geti hlotist fötlun.

Á alţjóđavettvangi er einna helst stuđst viđ skilgreiningu Sameinuđu ţjóđanna en í skilgreiningu 1. gr. samnings ţeirra um réttindi fatlađs fólks er fatlađ fólk m.a. ţeir sem eru međ langvarandi líkamlega, andlega eđa vitsmunalega skerđingu eđa skerta skynjun og sem verđa fyrir ýmiss konar hindrunum sem geta komiđ í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsţátttöku til jafns viđ ađra.

Sameinuđu ţjóđirnar áćtla ađ í heiminum búi um 500 milljónir fatlađra einstaklinga. Fjöldinn fer vaxandi međ hverju ári vegna ađstćđna líkt og stríđs, óviđunandi heimilisađstćđna og vegna vanţekkingar á fötlun, hvađ valdi henni, hvernig koma megi í veg fyrir hana og hvernig megi međhöndla hana. Flestir einstaklingar sem lifa viđ fötlun búa í vanţróađri löndum heims ţar sem takmarkađ ađgengi er ađ nauđsynlegri ţjónustu eins og t.d heilbrigđisţjónustu.

Réttindi fatlađs fólks á Íslandi

Réttindi fatlađs fólks eru tryggđ í stjórnarskrá, almennum lögum sem og fjölmörgum alţjóđasamningum og yfirlýsingum sem Ísland er ađili ađ.

Á síđustu árum hefur í auknum mćli veriđ lögđ áhersla á ađ fatlađ fólk hafi sama rétt til ţátttöku í samfélaginu og ađrir. Sá réttur felur í sér ađ fatlađ fólk njóti allra ţeirra réttinda sem ófatlađ fólk nýtur og ađ samfélagiđ eigi ađ gera sitt besta til ađ tryggja ţađ. Réttaröryggi er ţví sérstaklega mikilvćgt fyrir ţennan hóp, helst vegna ţess ađ fatlađ fólk er minnihlutahópur sem er ađ miklu leyti háđur opinberri ţjónustu vegna fötlunar sinnar. Fatlađ fólk á ţví mikiđ undir öllum réttar- og stjórnsýslureglum sem finna má innan ríkisins.

Ţeim reglum sem tryggja réttaröryggi fatlađs fólks má skipta í ţrjá hópa;

  1. reglur sem ćtlađar eru til ađ uppfylla nauđsynlegar ţarfir fatlađ fólks;
  2. verndunarreglur sem ćtlađ er ađ vernda ţann fatlađ fólk fyrir misnotkun og valdbeitingu frá umhverfinu;
  3. eftirlitsreglur sem eiga ađ gćta samfélagshagsmuna og geta faliđ í sér ţvingun og inngrip inn í athafna- og ferđafrelsi einstaklinga.

Jafnrétti á borđi en ekki ađeins í orđi;

Stjórnvöld ţurfa ađ grípa til sérstakra ađgerđa til ţess ađ tryggja raunverulegt jafnrétti og sambćrileg lífsskylirđi allra ţegna sinna. Samningur Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks, sem samţykktur var desember 2006 og tók gildi í maí 2008, er grundvallarskjal ţegar kemur ađ stefnumótun í málefnum fatlađs fólks. Markmiđ hans er ađ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlađ fólk til jafns viđ ađra, jafnframt ţví ađ efla og vinna ađ virđingu fyrir eđlislćgri mannlegri reisn ţess.

Réttur til ađgengis

Ađgengi er eitt af grundvallarhugtökum umrćđunnar um réttindi fatlađs fólks. Hugtakiđ hefur ţróast í gegnum árin og merking ţess breyst frá ţví ađ vera eingöngu bundin viđ ađgengi hjólastóla yfir í ţađ ađ vera lykilhugtak yfir ţađ ferli sem felst í ţví ađ ađlaga og skipuleggja starfsemi samfélagsins á ţann hátt, ađ fatlađ fólk geti ađ fullu veriđ ţátttakendur. Í 9.gr. samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fatlađs fólks er fjallađ um ađgengi. Međ ađgengi skv. ákvđinu er ekki ađeins átt viđ líkamlegt ađgengi ađ hinu efnislega umhverfi og samgöngum heldur einnig ađ upplýsingum og samskiptum. 

Ađgengi ađ mannvirkjum er mikilvćgt og nauđsynlegt er ađ viđ viđ skipulag bygginga og ţjónustu sé réttur fatlađs fólks til ţátttöku í samfélaginu virtur og ađ tillit sé tekiđ til sjónarmiđa og ţarfa ţeirra.

Ađgengi ađ upplýsingum og samskiptum er mikilvćg forsenda ţess ađ vera fatlađur einstaklingur geti veriđ raunverulegur ţátttakandi í lýđrćđisţjóđfélagi. Ađ hafa ađgengi ađ upplýsingum sem nauđsynlegar eru til ađ mynda sér sjálfstćđa skođun og taka ákvarđanir byggđar á ţeim skođunum.

Réttur til menntunar

Réttur til menntunar er mikilvćg forsenda ţess ađ fólk geti notiđ annarra mannréttinda. Rétturinn til tjáningarfrelsis og stjórnmálaţátttöku eru mannréttindi sem nefna má í ţví samhengi. Skortur á grunnmenntun getur ţví komiđ í veg fyrir ađ fólk geti sótt rétt sinn gagnvart yfirvöldum, vinnuveitendum eđa öđrum ađilum.

Réttur til heilbrigđisţjónustu

Fatlađ fólk ţarf oft í meiri mćli en ófatlađ fólk á heilbrigđisţjónustu ađ halda, sökum fötlunar sínnar. Ţví skiptir skipulag og ţjónusta heilbrigđisţjónustunnar miklu máli fyrir ţá einstaklinga sem glíma viđ fötlun. Ţar af leiđandi er mikilvćgt ađ löggjöf og framkvćmd hennar tryggi vel réttinn til heilbrigđis án nokkurrar mismununar. Ađ auki er mikilvćgt ađ allir hafi jafnan ađgang ađ heilbrigđisţjónustu án tillits til fjárhagslegrar stöđu.

Réttur til framfćrslu og félagsţjónustu

Međ tímanum hafa réttindi fatlađs fólks til framfćrslu breyst frá ţví ađ vera flokkuđ sem ölmusa yfir í ađ vera lögbundinn réttur til ţess ađ tryggja ađ einstaklingur geti lifađ af fullri reisn. Í 19. gr. samnings um réttindi fatlađs fólks segir í b) liđ ađ fatlađ fólk eigi ađ hafa ađgang ađ margs konar félagsţjónustu, s.s. ađstođ inni á heimili og í búsetuúrrćđum og öđrum stuđningi til samfélagsţátttöku sem er nauđsynlegur til ţess ađ geta lifađ í samfélaginu án ađgreiningar og til ađ koma í veg fyrir einangrun ţess og ađskilnađ frá samfélaginu. Í lögum um málefni fatlađs fólks og lögum um félagsţjónustu sveitarfélaga er ađ finna ákvćđi í ţessum anda.

Réttur til atvinnu og tómstunda

Innan viđ ţriđjungur fatlađs fólks er virkt á vinnumarkađi. Ţađ virđist vera erfitt fyrir fatlađa einstaklinga ađ fá vinnu á hinum almenna vinnumarkađi. Sá fjöldi fatlađs fólks sem starfar á vernduđum vinnustöđum ber ţess glöggt merki. Í ljósi ţess ađ stór hluti fatlađs fólks getur ekki stundađ vinnu, vegna fötlunar sinnar eđa annarra ađstćđna í ţjóđfélaginu, er mikilvćgt ađ greiđur ađgangur sé ađ tómstundum og öđrum úrrćđum til dćgrastyttingar en einnig ađ reglur um samfélagsins hvetji frekar til atvinnuţáttöku en dragi úr henni.

Réttur til persónufrelsis og einkalífs

Rétturinn til ţess ađ ráđa yfir sér sjálfur er eitt af grundvallaratriđum er varđa frelsi einstaklinga. Ţrátt fyrir ţađ eru ákveđnir einstaklingar sem ekki geta tekiđ sjálfstćđar ákvarđanir um sitt eigiđ líf. Sem dćmi má nefna einstaklinga međ mikla geđfötlun eđa einstaklinga međ mikla ţroskaskerđingu. Engu ađ síđur hafa ţessir einstaklingar persónufrelsi ţar til ţeir hafa međ löglegum hćtti veriđ sviptir lögrćđi. Mikilvćgt er ađ skýrar reglur séu um ţađ hvenćr beita megi fatlađa einstaklinga ţvingunum og frelsisskerđingu og hvenćr ţessar ađgerđir eru réttlćtanlegar. Í samningi Sţ. um réttindi fatlađs fólks er fjallađ um gerhćfi í 4. tl. 12. gr., ţar segir;

Ađildarríkin skulu tryggja ađ allar ađferđir og stuđningur, sem tengist beitingu gerhćfis, feli í sér viđeigandi og árangursríkar verndarráđstafanir til ţess ađ koma í veg fyrir misnotkun samanber ákvćđi í alţjóđlegum mannréttindalögum. Slíkar verndarráđstafanir skulu tryggja ađ ađferđir og ađstođ tengd beitingu gerhćfis virđi réttindi, vilja og óskir viđkomandi einstaklings, ađ slíkar ađferđir og ađstođ leiđi ekki til hagsmunaárekstra eđa hafi í för međ sér ótilhlýđileg áhrif, ţćr séu í samrćmi viđ og sniđnar ađ ađstćđum viđkomandi einstaklings, gildi í sem skemmstan tíma og séu endurskođađar reglulega af til ţess bćru, sjálfstćđu og hlutlausu yfirvaldi eđa stofnun á sviđi dómsmála. Verndarráđstafanirnar skulu vera í samrćmi viđ ţau áhrif sem slíkar ađferđir og ađstođ hafa á réttindi og hagsmuni viđkomandi einstaklings.

Í júlí 2011 tóku í gildi lög um réttindagćslu fatlađs fólks nr. 88/2011 markmiđ ţeirra er ađ tryggja fötluđu fólki viđeigandi stuđning viđ gćslu réttinda sinna og tryggja ađ sjálfsákvörđunarréttur fatlađs fólks sé virtur og fyllst réttaröryggis sé gćtt ţegar brýna nauđsyn ber til ađ grípa inn í líf ţess. Međ lögunum var sett upp réttindavakt hjá velferđarráđuneytinu, ráđnir réttindagćslumenn fatlađs fólks á öllum svćđum landsins og tryggt ađ fatlađur einstaklingur sem á vegna fötlunar sinnar erfitt međ ađ gćta hagsmuna sinna hafi rétt á persónulegum talsmanni.

Réttur til fjölskyldulífs og barneigna

Ein helgustu réttindi hverrar manneskju er rétturinn til ađ stofna fjölskyldu. Lögráđa fatlađur einstaklingur hefur rétt samkvćmt lögum til ţess ađ ganga í hjúskap, sambúđ eđa stađfesta samvist. Ţegar um ólögráđa einstakling er ađ rćđa verđa ađ liggja góđar og gildar ástćđur fyrir ţví ađ meina honum ađ ganga í hjúskap. Ţegar meta á hvort fatlađur einstaklingu sé fćr um ađ eignast börn ţarf fyrst og fremst ađ hafa ţarfir og hagsmuni barnsins ađ leiđarljósi skv. barnalögum og Barnasáttmála Sameinuđu ţjóđanna.

Réttur til búsetu og eigin heimilis

Í VI. kafla laga um málefni fatlađra er í 10. grein fjallađ um ađ fatlađ fólk skuli eiga kost félagslegri ţjónustu sem gerir ţví kleift ađ búa á eigin heimil og húsnćđisúrrćđum í samrćmi viđ ţarfir ţess og óskir eftir ţví sem kostur er. Búsetuúrrćđin skulu vera í íbúđabyggđ og stađsett nćrri almennri og opinberri ţjónustu sé ţess kostur. Í 19. gr. samnings Sţ. um réttindi fatlađs fólks er fjallađ um rétt til ađ lifa sjálfstćđu líf án ađgreiningar. Í a) liđ segir ađ fatlađ fólk eigi ađ hafa tćkifćri til ţess ađ velja sér búsetustađ og hvar og međ hverjum ţađ býr til jafns viđ ađra. 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuđ í Almannagjá á Ţingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmćli íslenska lýđveldisins. Skrifstofan er óháđ stofnun sem vinnur ađ framgangi mannréttinda međ ţví ađ stuđla ađ rannsóknum og frćđslu og efla umrćđu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráđu ţig á póstlista MRSÍ

Skráđu ţig og fáđu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16