Um okkur


Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. Skrifstofan gegnir einnig ákveðnu eftirlitshlutverki en hún veitir umsagnir um lagafrumvörp og skilar skýrslum til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Skrifstofan kemur fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi.

Hér á síðunni er að finna:

  • upplýsingar um starfsemi Mannréttindaskrifstofu Íslands
  • sérvef um mannréttindi á Íslandi
  • sérvef alþjóðlegs rannsóknarverkefnis The Human Rights Education Project er inniheldur fræðaefni um mannréttindi, helstu réttarheimildir og fjölda dóma og álita frá alþjóðlegum eftirlitsstofnunum

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16