2013

Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur

Velferðarráðuneytið hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að annast lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu. Mannréttindaskrifstofan hefur sinnt slíkri þjónustu síðastliðin tvö ár og er samningurinn endurnýjaður í ljósi góðrar reynslu af verkefninu.
Lesa meira

Upphafsráðstefna þróunarsjóðs EFTA í Grikklandi í janúar 2014

Samtök frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein geta sótt um styrk til að sækja upphafsráðstefnu og tengslafund í Aþenu þann 22. janúar 2014. Bodossaki stofnunin sér um skipulag þróunarsjóðsins í Grikklandi, þema þeirra er; „Við erum öll borgarar“ (We are all Citizens). Styrkupphæðin fyrir frjáls félagasamtök í Grikklandi nemur um 6,34 milljónum evra.
Lesa meira

Önnur umsóknarlota í Rúmeníu

Opnað hefur verið fyrir aðra lotu umsókna í Þróunarsjóð EFTA fyrir verkefni í Rúmeníu. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2014.
Lesa meira

16 daga átak: Grein eftir nemendur í lífsleikni við VMA

8. greinin í 16 daga átakinu í ár er skrifuð af nemendum við Verkmenntaskólann á Akureyri. Greinina má lesa hér fyrir neðan, og á visir.is.
Lesa meira

Málstofa í Háskólanum á Akureyri, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 12.10

Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi býður Háskólinn á Akureyri til málstofu þar sem Sigrún Sigurðardóttir lektor við heilbrigðisvísindasvið fjallar um afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku fyrir heilsufar og líðan unglinga og veltir upp spurningunni hvort drengir og stúkur sýni sömu einkenni og viðbrögð eftir ofbeldi.
Lesa meira

Uppskeruhátíð evrópskra samstarfsáætlana

Íslendingar hafa verið afkastamiklir þátttakendur í evrópskum samstarfsáætlunum síðastliðin 20 ár. Á Íslandi hefur um 145 milljónum evra verið úthlutað í styrki á vegum Evrópusambandsins frá árinu 2000. Til að fagna árangri undanfarinna ára á mun Evrópusamvinna standa fyrir uppskeruhátíð í Hafnarhúsinu 22. nóvember næstkomandi. Á hátíðinni gefst færi á að kynna sér um 50 verkefni sem hlotið hafa styrki úr áætlunum ESB .
Lesa meira

Hatursorðræða. Yfirlit yfir gildandi lög og reglur - ábendingar til framtíðar

Vinnu við rit Mannréttindaskrifstofu Íslands um hatursorðæðu er nú lokið og er ritið aðgengilegt hér á vefnum.
Lesa meira

Ráðstefna um pyndingar og flóttamenn

Lagadeild Háskólans í Reykjavík, Réttur lögmannsstofa og Rauði krossinn á Íslandi efna til þverfaglegrar ráðstefnu um flóttamenn og pyndingar miðvikudaginn 15. maí.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16