Er munur á einstaklingsréttindum og réttindum sem eru sameiginleg?

Stundum er einungis hægt að tryggja mannréttindi allra með því að virða sameiginleg réttindi einstaklinga sem tilheyra sama hópi. Þegar fjallað er um sameiginleg réttindi eða réttindi sérstakra hópa þá er til dæmis átt við minnihlutahópa hvers samfélags, en þeir geta falið í sér að fólk sé af ólíku þjóðerni eða aðhyllist ólík trúarbrögð en meirihluti samfélagsins.

Þegar ákveðinna mannréttinda er krafist þá er alltaf áhrifaríkast að fólk sameinist og krefjist þeirra í sameiningu. Það er þó ekki alltaf einfalt fyrir einstaklinga að krefjast sameiginlegra réttinda. Vandamálin eru einna helst lögfræðileg og fela oft á tíðum í sér spurninguna; hver hefur rétt til þess að krefjast hvers? Sum hópréttindi eru einnig álitin ógna hagsmunum alls samfélagsins eða ákveðinna einstaklinga innan hópsins. Þegar sameiginlegra réttinda er krafist þarf því alltaf að taka tillit til takmarkandi þátta og þeirra áhrifa sem krafan til sameiginlegra réttinda hefur á réttindi annara, jafnvel samfélagsins í heild.

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16